Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 15:30

LPGA: Lexi efst í Malasíu eftir 3.dag

Bandaríski kylfingurinn Alexis Thompson, alltaf kölluð Lexi er efst á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu eftir þrjá keppnisdaga.

Lexi er búin að spila á samtals 17 undir pari, 196 höggum (67 63 66).

Lexi hefir 3 högga forystu á Ilhee Lee, sem búin er að vera í forystu fyrstu 2 keppnisdagana.

Í 3. sæti eru síðan norska frænka okkar Suzann Pettersen og hin kínverska Shanshan Feng, á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: