Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:45

Evróputúrinn: Guthrie eykur forskot sitt

Eftir 2. dag BMW Masters styrkt af SRE Group, í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína, er það Bandaríkjamaðurinn Luke Guthrie sem leiðir.

Hann var í forystu eftir 1. dag en jók enn forystu sína, er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (65 71).

Næstu menn á eftir h0num eru 4 höggum á eftir á samtals 4 undir pari, hver, en það eru þeir: Simon Dyson, Thongchai Jadee, Paul Casey, Craig Lee, Scott Jamieson og Ricardo Gonzales, og  deila þessir 6, 2. sætinu.

Einn í 8. sæti er Rafa Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum á samtals 3 undir pari  og síðan deila 3 kylfingar 9. sætinu á samtals 2 undir pari hver, en það eru þeir John Daly, Brett Rumford og Gonzo Fdez-Castaño.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á BMW Masters mótinu styrktu af SRE Group SMELLIÐ HÉR: