Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:00

Birgir Leifur í 52. sæti eftir 3. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk við 3. hring á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina.

Keppt er á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur er samtals búin að leik á 2 yfir pari, 218 höggum (71 73 74).

Sem stendur er Birgir Leifur einn í 52. sæti.

Vonandi á Birgir Leifur hring ævinnar í dag en hann verður a.m.k. að vinna upp 5 högg til þess að verða meðal efstu 30. og þeirra sem deila 30. sætinu, en það er markið sem hann verður að ná til þess að komast á 2. stig úrtökumótsins (viðmiðið er samtals 3 undir pari eftir 3. dag).

Sjá má stöðuna á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com sem Birgir Leifur tekur þátt í, í Georgíu með því að SMELLA HÉR: