Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2013 | 13:30

Evróputúrinn: Guthrie efstur – Daly í 2. sæti!

Í dag hófst BMW Masters styrkt af SRE Group, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Mótið fer fram í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí, Kína.

Í efsta sæti eftir 1. dag á 7 undir pari, 65 höggum er Luke Guthrie og í 2. sæti er enginn annar en John Daly, 3 höggum á eftir á 4 undir pari.

Einn í 3. sæti er Titleist erfinginn Peter Uihlein á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW Masters mótinu styrktu af SRE Group SMELLIÐ HÉR: