Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 11:25

PGA: Mickelson gengur ekki vel í Malasíu – Bradley efstur eftir 2. hringi

Nr. 3 á heimslistanum, Phil Mickelson gengur ekkert vel sem stendur, en hann tekur nú þátt í móti vikunar á PGA Tour, CIMB Classic í Malasíu.

Mickelson er nú í 25. sæti á samtals 3 undir pari, 141 höggi (71 70).

Í gær hafði hann m.a. eftirfarandi að segja um hring sinn:

„Ég minnist þess ekki að slátturinn hafi verið svona slæmur í lengri tíma. Ég tek kylfuna of mikið inn og missi hana alltof bratt þar á eftir. Höfuðið á mér er ekki kjurt og fæturnir eru arfaslakir. Þetta er slæmt – en ég er samt að pútta vel.“

Í efsta sæti eftir 2 spilaða hringi er mikill vinur Mickelson, Keegan Bradley, á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66).

Bradley er með 4 högga forskot á næsta keppenda, Ryan Moore, sem er á samtals 9 undir pari, 135 höggum (63 72) en 9 högga sveifla er á Moore milli hringja, þ.e. Moore náði ekki að fylgja eftir frábærum hring upp á 63 högg nema með hring upp á slétt par, (72 högg).

Í 3. sæti eftir 2. dag eru síðan tælenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat og Chris Stroud, báðir á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CIMB Classic í Malasíu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á  CIMB Classic í Malasíu SMELLIÐ HÉR: