Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Luke Donald óánægður með reglurnar sem knúðu Luiten til að taka 1 högg á BMW Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald, er óánægður með nýjar reglur Evrópumótaraðarinnar sem ollu heldur óvæntri uppákomu í gær á BMW Mastes á Lake Malaren í Shanghai, Kína.

Hollendingurinn Joost Luiten sem var í ráshóp með Luke Donald sló aðeins 100 m högg af 1. teig en dró sig síðan úr mótinu vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut á æfingu fyrr í vikunni.

Nýju reglurnar ganga út á að kylfingar Evrópumótaraðarinnar verði a.m.k. að hafa spilað í 2 mótum  af 3 rétt áður en og til þess að geta spilað í DP World Championship í Dubai í November.

„Ef þessi nýja regla hefði ekki verið í gildi myndi Joost hafa dregið sig úr mótinu og varamaður hans hefði tekið sæti hans og fengið að spila í mótinu. Það er ekki hægt að ásaka Joost – nýja reglan neyddi hann til þessa.“

Joost Luiten flaug hins vegar beint frá Kína til Hollands til þess að láta röntgena öxlina.

Luiten sem ekki hefir þátttökurétt í WCG-HSBC Champions mótinum hafði enga aðra völ en að taka höggið (en með því telst hann hafa tekið þátt í móti Evrópumótaraðarinnar) ef hann vildi eiga möguleika á að keppa um himinhátt verðlaunaféð í Dubai í næsta mánuði.

Aðeins topp 60 kylfingarnir í Evrópu sem hafa spila í 2 af 3 síðustu mótum fyrir mótið geta tekið þátt.

Luiten er sem stendur í 11. sæti á peningalistanum og er gulltryggt að han spili í Dubaí svo fremi hann leiki í 2 mótum fyrir Dubai mótið.

Hefði hann dregið sig úr BMW Masters og ekki slegið höggið hefði það ekki talið sem annað þessara móta.

Ef hann vill hvíla öxlina getur hann enn farið til Tyrklands, slegið eitt högg – og spilað í Dubai eftir sem áður.

Varamaður Luiten eða m.ö.o. sá sem var næstur inn í mótið var Justin Walters, sem rétt missti af að vera sjálfkrafa meðal þátttakenda í mótinu og fékk ekki að spila í BMW Masters vegna þessa eina höggs Luiten.