Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 09:00

Els ætlar ekki að spila í móti Tiger

Ernie Els hefir ákveðið að taka ekki þátt í móti Tiger Woods World Challenge vegna þess að hann langar meira til að spila í  Nedbank Golf Challenge, heima í Suður-Afríku.

Með þessu setur Els met í þátttöku á Nedbank Golf Challenge en þetta verður í 17. sinn sem hann tekur þátt í $6.5 millijóna Nedbank Golf Challenge í  Gary Player Country Club, en mótið fer fram  5-8. desember n.k.

„Ég hlakka virkilega til að koma aftur og spila í svona sérstöku móti,“ sagði Els, sem vann Nedbank mótið  árin 1999, 2000 og 2002.

Síðast mætti Els í mótið 2010.

„Við erum hæstánægðir að Ernie er meðal keppenda,“ sagði mótsstjóri  Sun International, Alastair Roper.

„Hann er goðsögn í Nedbank Golf Challenge og hefir verið vinsælasti og sigursælasti kylfingurinn síðan mótið hófst fyrst árið 1992.“

„He is an institution in the Nedbank Golf Challenge and has been its most popular and successful player ever since his debut in 1992.