Tiger óviss hvort hann spili aftur í Turkish Airlines Open
Nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods sagði hann hefði notið þess út í ystu æsar að spila í 1. Turkish Airlines Open mótinu í þessari viku en neitaði að staðfesta að hann myndi spila á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili. „Þetta var skemmtilegt mót,“ sagði Tiger við blaðamenn eftir að hann lauk lokahringnum á 67 höggum og varð í 3. sæti. „Maður varð bara að vera agressívur allan tímann og það endurspeglaðist í því hversu margir strákanna náðu 4 eða 5 fuglum í röð. Ég sagði að 20+ undir pari myndi vinna titilinn þessa vikuna og það endaði einmitt þannig.“ Aðspurður hvort hann myndi spila aftur i Tyrklandi 2014 svaraði Tiger: „Ég Lesa meira
PGA: Chris Kirk stóð uppi sem sigurvegari á McGladrey´s Classic
Það var Chris Kirk, sem stóð uppi sem sigurvegari á McGladrey´s Classic í gær. Kirk lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (66 66 68 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir urðu Tim Clark og Briny Baird, á samtals 13 undir pari, 267 höggum. Fjórða sætinu deildu síðan Brian Gay, John Senden og Scott Brown á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunktana á lokadegi McGladrey´s Classic SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Victor Dubuisson sigraði á Turkish Airlines Open
Það var hinn 23 ára Victor Dubuisson, alías „Mozart“, sem stóð uppi sem sigurvegari á Turkish Airlines Open. Dubuisson er oft kallaður „Mozart“ vegna einstaklega fallegrar sveiflu sinnar. Hann sigraði í Tyrklandi á skori upp á samtals 24 undir pari, og lék lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum og hlaut að launum sigurtékkann upp á €848,930 (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna). „Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu,“ sagði Dubuisson eftir að sigurinn var í höfn. „Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir hvað er að gerast. Ég var undir svo mikilli stressi á síðustu holunni.“ „Að setja niður þetta pútt á 17. (flöt) var ótrúlegt. Það var ótrúlegt, Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Andri Þór og Sigmundur Einar – 10. nóvember 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Sigmundur Einar Másson og Andri Þór Björnsson. Sigmundur Einar er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann er fæddur 10. nóvember 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og er því 22 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og golfleiðbeinandi þar. Andri Þór stundar nám og spilar með golfliði Nicholls State háskólanum í Thibodeaux í Louisiana. Hann er búinn að standa sig vel í haust með Geaux Colonels, þ.e. golfliði skólans og hefir oftar en ekki verið á besta skorinu í liðinu. Sjá má viðtal Golf 1 við Andra Þór Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Teresa Lu?
Hver er eiginlega Teresa Lu, sú sem sigraði á Mizuno Classic nú í morgun á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, í Japan? Lu kemur frá Taipei í Taíwan og hefir síðustu ár algerlega fallið í skuggann á miklu frægari löndu sinni, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Yani Tseng. Lu er fædd 13. október 1987 og er því tiltölulega nýorðin 26 ára. Síðustu ár hefir hún búið sér heimili í Rancho Santa Fe í Kaliforníu og hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2006, sem var fyrsta ár hennar á mótaröðinni. Hún talar virkilega góða ensku og breytti jafnvel nafni sínu þegar hún flutti til Bandaríkjanna, en hún hét áður Lesa meira
Scott sigraði á Australian PGA
Adam Scott sigraði fyrr í morgun á Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola. Hann lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (65 67 71 67). Leikið var á RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast). Í 2. sæti varð Rickie Fowler, 4 höggum á eftir Scott, á samtals 10 undir pari, 274 höggum (63 72 71 68). Sjá má lokastöðuna á PGA Australia með því að SMELLA HÉR:
Turkish Airlines Open í beinni
Nú er komið að lokahring á næstsíðasta móti Evrópumótaraðarinnar, Turkish Airlines Open. Leikið er í The Montgomerie Maxx Royal golfstaðnum, í Antalya, Tyrklandi. Meðal þátttakenda er Tiger Woods, sem fengið hefir $ 3 milljónir fyrir það eitt að mæta í mótið og taka þátt í allskyns uppákomum eins og að slá golfboltum milli Asíu og Evrópu á Bosphorus brúnni. Gaman að sjá hvernig nr. 1 á heimslistanum (Tiger) vegnar innan um allar stjörnur Evrópumótaraðarinnar eins og Justin Rose, Henrik Stenson, Lee Westwood, Martin Kaymer, Jonas Blixt, Ian Poulter o.fl. Nú fyrir lokahringinn leiðir franski kylfingurinn Victor Dubuisson, sem oft er uppnefndur „Mozart“ vegna fallegrar sveiflu sinnar. Tekst þessum 23 ára Frakka Lesa meira
LPGA: Lu vann Mizuno Classic
Það var Teresa Lu frá Taíwan, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mizuno Classic, sem fram hefir farið á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, í Japan. Eftir að japönsku forystukonurnar eftir 36 holur féllu úr keppni hver á eftir annarri varð ljóst að baráttan um sigurinn yrði einvígi milli Chellu Choi frá Suður-Kóreu og Teresu Lu frá Taíwan. Báðar voru þær í 6. sæti fyrir lokahringinn, 2 höggum á eftir forystukonunum, en Choi hóf leik frábærlega með 5 fuglum á fyrri 9, en Lu hóf skyndisókn sína á seinni 9. Lu fékk þannig 4 fugla í röð frá 10.-13. holu, en það var ekki fyrr en á 16. holu Lesa meira
PGA: Baird og Kirk í forystu fyrir lokahring McGladrey´s
Það eru þeir Chris Kirk og Briny Baird sem leiða fyrir lokahring McGladrey´s Classic mótsins, sem hefst seinna í dag. Baird hefir 5 sinnum verið í 2. sæti í 365 mótum, sem hann hefir spilað í á PGA Tour, þannig að nú er færi fyrir hann að krækja í 1. sigur sinn. Báðir eru þeir Kirk og Baird búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Baird (63 70 67) og Kirk (66 66 68). Forysta Baird og Kirk er naum því á hæla þeirra í 3. sæti eru Kevin Stadler, Brian Gay og John Senden á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira
Golfvellir í Frakklandi: Golf de la Boulie (9/10)
Golf de la Boulie er hluti af einum stærsta íþróttaklúbbi í Frakklandi, Racing Club de France (RCF) og eru allar aðstæður til golfiðkunar fyrsta flokks. Klúbbnum tilheyra tveir 18-holu vellir og einn 9 holu golfvöllur, sem virkilega eru þess virði að fara hring á. Golfklúbburinn er í um 20 km fjarlægð í SV frá miðborg Parísar. Klúbbhúsið og allar aðstæður eru til fyrirmyndar. La Vallee er sá eldri og styttri af 18-holu völlunum, par-72, 5995 metra. Hann er hannaður árið 1901 af skoska golfvallarhönnuðnum Willie Park Jr. (sjá grein Golf 1 um þann golfvallarhönnuð með því að SMELLA HÉR (1. hluti): og SMELLA HÉR (2. hluti): La Vallee er yndislegur skógarvöllur og Lesa meira










