Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 18:30

5 ráð þegar spilað er í köldu veðri

Þegar búið er  jafnnorðarlega og á Íslandi, þá er varla til sá kylfingur sem ekki hefir barist áfram á golfvellinum í köldu veðri.

Það er ekkert nýtt fyrir íslenska kylfinga að þurfa að vefja sig í mörg lög af fötum og það er ekki fyrr en viðkomandi kylfingar spila á suðlægari slóðum sem tekið er eftir hversu mjög fatalögin hamla fullri sveiflu.

Auk þess hefir kaldari og þyngra loft í för með sér breytingar m.a. á boltaflugi þannig að boltinn fer ekki eins langt.

Hér eru 5 ráð hvernig auka má líkurnar á að halda golfleiknum eins stöðugum og mögulegt er jafnvel við köldustu aðstæður.  Það er ekki ólíklegt að skorið verði betra og kylfingar eigi skemmtilegri hringi …. jafnvel í köldu veðri:

1. Eitt fyrsta ráðið sem gefið verður er að halda höndum hlýjum.  Helst ætti að spila með golflúffur á báðum höndum, því fátt er óþægilegra en að vera með kaldar hendur.  Það hefur áhrif á einbeitinguna og niðurstaðan er lakari hringur.  Ef þið eruð ekki vön lúffum mætti reyna að vera með golfhanska, en hvort sem notað er ætti að venja sig á og æfa með því sem hentar ykkur betur.  Að halda hlýju á höndum er mikilvægt m.a. vegna þess að ef kuldinn er það mikill að þið missið tilfinninguna í fingrunum þá missið þið einnig tilfinninguna fyrir gripinu.  Og slæmt grip hefur áhrif á sveifluna. Ef þið getið alls ekki slegið með hanska eða lúffur þá ættuð þið a.m.k. að vera í þeim í göngu milli högga, til þess að fá smá hlýju í hendurnar.

1. Gott ráð er að halda golfboltunum hlýjum. Kaldur golfbolti fer ekki nándar nærri eins langt og sá sem er heitari. Ef þið eruð með golfsettið úti í bílnum og eruð ekki með bílskúr þá er ráð að taka nokkra bolta með ykkur inn þannig að þeir verði ekki að frostpinnum þegar frýs yfir nótt.  Það er mikill munur á hversu langt golfbolti flýgur sem hefir verið haldið við stofuhita.

3. Reynið að slá lægri högg.  Ekki leyfa kuldabola að spila golf fyrir ykkur. Boltinn fer auðvitað ekki eins langt í kulda, þannig að þið verðið að aðlaga ykkur aðstæðum. Takið líka 1 kylfu meira en þið eruð vön. Ef það er kalt og jafnframt hvasst færið boltann aftar í stöðuna og reynið að slá fleiri „punch“-högg. Þá helst boltinn undir vindinum og það þarf ekki fulla sveiflu til þess að ná sömu fjarlægð.

4. Klæðið ykkur vel.  ,Langar nærbrækur, góðar golfbuxur, löng nærskyrta, langerma golfbolur, þunnur flísjakki of yfirfatnaður sem  helst er þunnur og goretex varinn ætti að vera staðalbúnaður.  Auk þess ætti góð húfa ekki að vanta og lúffur eða golfhanskar.

5. Viðhaldið sama tempó-inu í gegnum sveifluna. Þegar kalt er í veðri er auðvelt að gleyma því að golf er leikur ritma. Þegar þið viðhaldið stöðugri, jafnri sveiflu, þá getur golfleikur ykkar verið góður jafnvel við köldustu aðstæður.  Standist freistinguna að taka of stórar sveiflur og miklar.

Ofangreind ráð virðast kannski „common sense“ en þau verða aldrei of oft rifjuð upp.  Allt gert til þess að bæta golfleik ykkar 🙂