Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 10:00

Af hverju Briny Baird er mesti „looser“ PGA Tour

Áður en þið farið að vorkenna aumingja Briny Baird og hneykslist yfir að enn skuli vera skrifuð ein svona leiðinda grein um aumingja manninn skulið þið hafa í huga að hann hefir á ferli sínum unnið sér inn $ 13 milljónir (yfir 1500 milljónir íslenskra króna) fyrir að spila golf á PGA Tour …. án þess að sigra svo sem eins og í 1 skipti!!!

Golfið snýst ekki bara um peninga, jafnvel ekki meðal atvinnumannanna. Um síðustu helgi leit út fyrir að Briny Baird, kylfingurinn með fyndna nafnið og fyndna hattinn myndi LOKS sigra, en hann varð enn einu sinni í 2. sæti og tapaði fyrir Chris Kirk, með 1 höggi.

Baird tapaði leiknum þegar hann toppaði boltann úr brautarglompu og í vatn á 72. holu á Sea Island. Hvernig er nú hægt að vera svona óheppinn?

„Það snýst ekki allt um að sigra,“ sagði Baird eftir hringinn á sunnudag. „Ég hef áður þurft að segja þetta, en þetta var virkilega sárt. Það var það virkilega. Þetta olli vonbrigðum.“

Baird, 41 árs, hefir orðið í 2. sæti 6 sinnum og hefir nú spilað í 365 mótum á PGA Tour…. en það er víst nóg til þess að teljast stærsti „looser“ eða mesti tapari á PGA Tour.

Enginn kylfingur hefir grætt eins mikið án þess svo mikið sem að sigra 1 sinni.  En a.m.k. eru kylfingar þarna úti á PGA Tour sem eru með svipaðar sorgarsögur, sem Baird getur huggað sig við.

Brian Davis, 39 ára hefir unnið sér inn næstum $12 milljónir og hefir 5 sinnum orðið í 2. sæti í 282 mótum. Hann tapaði s.s. frægt er í bráðabana við Jim Furyk á Verizon Heritage mótinu þegar hann vítaði sjálfan sig.

Baird og  Davis vorkenna eflaust ekki nr. 3 á „looser-listanum“  Jeff Overton, þar sem hann varð aðeins 30 ára nú í ár. En Overton hefir 4 sinnum orðið í 2. sæti frá því hann var 27 ára og hefir spilaði í 209 mótum á PGA Tour og unnið sér inn meira en $11 milljónir. Eftir að hafa orðið í 2. sæti þrívegis bara á árinu 2010, hefir leikur hans farið niður á við og nú í ár, 2013, getur hann bara státað af tveimur topp-25 áröngrum.

Að vera efnilegur og eiga langa ferla er enginn trygging fyrir að menn vinni til verðlauna. Menn eins og Ken Duke og Jimmy Walker hafa þó eftir langan vinningslausa ferla unnið langþráða sigra, en það er fullt af leikmönnum sem virðast eiga þau örlög að muna aldrei sigra á PGA Tour.

Brett Quigley, 44, hefir unnið sér inn yfir $11 milljónir og varð 5 sinnum í 2. sæti í  403  mótum sem hann tók þátt í, en vann aldrei.  Skip Kendall, 49, hefir aldrei sigrað á PGA Tour jafnvel þó hann spilaði í  420 mótum og vann sér inn $8 milljónir. Aðrir sem unnið hafa sér inn yfir $7 milljónir      án þess að sigra eru Charlie Wi, Steve Marino, Brandt Jobe, Alex Cejka, og Nick O’Hern.

Auðvitað eru þetta allt kylfingar sem eru að keppa á tíma þar sem verðlaunafé er hærra. Hér áður fyrr voru kylfingar mun lengur að vinna sér inn fyrstu milljónina. Bobby Wadkins, sem spilaði í síðasta móti sínu á PGA Tour 1998 vann sér inn $ 2,8 milljónir á ferli sínum en það tók hann líka 714 mót að ná því. Hann sigraði aldrei á PGA Tour.  Jay Delsing spilaði í 565 mótum og vann sér inn $ 3.6 milljónir á á PGA Tour, en hann varð 2 sinnum í 2. sæti fyrir 1995. Síðan eru menn eins og Michael Allen, sem vann aldrei þó hann hafi spilað í 369 mótum á PGA Tour, en hann tvöfaldaði vinningsfé sitt upp á $6 milljónir á Champions Tour, þar sem hann vann loks 5 sinnum þ.á.m í einu risamóti.

Miklu frægari en ofangreindir kappar er Ryder Cup fyrirliðinn fyrrverandi Colin Montgomerie en hann vann aldrei í risamóti, þó hann hafi orðið 5 sinnum í 2. sæti, en það kemur meira til en það Mony vann aldrei eitt einasta mót á PGA Tour. Á hinn bóginn spilaði hann líka aðallega á Evrópumótaröðinni, þar sem hann vann í 31 skipti, sem var nógu gott til að hann væri tekinn í Frægðarhöll kylfinga.

Briny fylgir Monty víst seint í Frægðarhöllina í St. Augustine (í Flórída), en hann hefir átt ágætis feril sama hvað gerist.  Hann getur huggað sig við að hafa unnið sér inn meira fé en Monty og að áhangendur hafa tilhneigingu til að halda með honum þá sjaldan hann kemst í sigurstöðu eins og s.l. sunnudag.

Heimild: Golf Digest