Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 13:00

Rolex-heimslistinn: Lu upp um 9 sæti

Teresa Lu, sú sem vann Mizuno Classic á  LPGA mótinu á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, í Japan s.l. helgi fer upp um 9 sæti á Rolex heimslistanum þ.e. fer úr 65. sæti í það 56..

Litlar breytingar eru meðal efstu 10 á listanum – Inbee Park er í efsta sæti með 11.98 stig; í 2. sæti er „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, ekki langt undan með 11,35 stig og í 3. sæti og aðeins lengra í hana er Stacy Lewis með 9,76 stig.

Sætaskipta hafa ungi nýsjálenski kylfingurinn Lydia Ko, sem aftur er komin í 4. sæti (með 6.93 stig) og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu (með 6.88 stig), sem nú er dottin niður í 5. sætið.

Staða annarra á topp-10 á Rolexlistanum er annars þessi:

6. sæti  Na Yeon Choi – Suður-Kórea – 6.61 stig

7. sæti Shashan Feng – Kína – 6.20 stig

8. sæti Karrie Webb – Ástralía – 5.73 stig

9. sæti IK Kim – Suður-Kórea – 5.26  stig

10. sæti Catriona Matthew – Skotland – 5.07 stig

Til þess að sjá Rolex-heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: