Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2013 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Chris Kirk?

Chris Kirk vann í gær 2. sigur sinn á PGA Tour, en Kirk er nafn sem ekki margir nema kannski allra mestu golfáhugamenn kannast við.  Hver er kylfingurinn?

Chris Kirk fæddist 8. maí 1985 í Atlanta, Georgíu og er því 28 ára.

Þó hann hafi fæðst í Atlanta fluttist hann ungur til Woodstock í Georgíu, þar sem hann ólst upp. Chris lék með golfliði  University of Georgia og var í 1. deild NCAA ásamt þeim Kevin Kisner, Richard Scott and Brendon Todd, sem allir gerðust atvinnumenn í golfi.

Chris Kirk gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 6 árum eftir útskrift úr háskóla, 22 ára. Hann spilaði í fyrstu á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) þ.e. á árunum 2008 til 2010.

Árið 2010 sigraði hann á Fort Smith Classic mótinu og síðan á the Knoxville News Sentinel Open.

Chris Kirk varð í 2. sæti á peningalista Nationwide Tour 2010 og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour, sem hann hefir haldið síðan. Snemma árið 2011 varð Kirk í 2. sæti á eftir Phil Mickelson á Shell Houston Open.

Kirk vann fyrri sigur sinn á PGA Tour árið 2011, fyrsta árið sitt á túrnum en það var, the Viking Classic, sem var í sömu viku og Opna bresku og öll stóru nöfnin því þar. Sigurinn varð til þess að Kirk komst sjálfkrafa á the PGA Championship, þar sem hann varð jafn öðrum í 34. sæti!