Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2013 | 10:15

Laurie Rinker sigraði á Legends Tour Open

Laurie Rinker sigraði á lokamóti keppnistímabilsins á Legends Tour Open, í gær, sunnudaginn 10. nóvember 2013.

Rinker paraði lokaholuna og átti 1 högg á þær Trish Johnson, Lorie Kane og Barb Mucha.

Eftir frábæran fyrri hring upp á 6 undir pari, 67 högg á laugardeginum, þar sem hún átti 3 högg á næstu keppendur þá spilaði hin 51 ára Rinker á 74 höggum í gær og lauk leik á samtals 5 undir pari, 141 höggum (67 74) á Island velli Innisbrook golfstaðarins.

Rinker hlaut  $30,000 fyrir 1. sætið.

„Það er erfitt að spila með magann í hálsinum,“ sagði Rinker, sem vann 2 mót á LPGA mótaröðinni. „Ég byrjaði vel á fyrri 9 og gekk nokkuð vel, en nokkrum holum áður en ég hóf leik á seinni 9, „choke“-aði ég svolítið. Ég átti tvö slæm högg sem ég get sagt að hafi verið slegin svona vegna þess að ég var stressuð.“

Mucha lauk leik á 69 höggum og  Johnson og Kane á 72 höggum.