Haraldur Sverrisson: Golf í heilsueflandi samfélagi
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og fv. formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ hélt áhugavert erindi á málþingi GSÍ s.l. föstudag, 22. nóvember 2013, sem bar yfirskriftina „Golf í heilsueflandi samfélagi.“ Þar fjallaði Haraldur um heilsu- og golfbæinn Mosfellsbæ. Í Mosfellsbæ er að sögn Haralds lögð áhersla á heilsu og aðstöðu til hreyfingar. Reykjalundur er fyrir utan bæinn sjálfann stærsti atvinnurekandinn auk þess sem margir nuddarar, heilarar, sjúkranuddarar eru starfandi í bænum. Íþrótta og tómstundafélög gegna jafnframt stóru hlutverki í atvinnumálum bæjarins en íþróttafélagið Afturelding er 3. stærsti atvinnurekandinn á eftir Reykjalundi og Mosfellsbæ. Í Mosfellsbæ er mótuð heilsustefna og conceptið heilsubær hefir fest sig þar í sessi og þar skipta æskulýðs Lesa meira
Jason Day vann á heimsmótinu – Ástralía vann í liðakeppninni!
Í dag var „Dagur Ástralíu“ en enskir fjölmiðlar snúa út úr eftirnafni Jason Day, sem vann einstaklingskeppnina á ISPS Handa heimsmótinu í golfi, sem fram hefir farið á Royal Melbourne golfvellinum í Melbourne, Ástralíu. (Ens.: „Australia´s Day“). Jason vann einstaklingskeppnina á 10 undir pari, 274 höggum (68 70 66 70). Ástralía vann liðakeppnina á samtals 551 höggi, en Day og Adam Scott skipuðu lið Ástrala. Í 2. sæti í einstaklingkeppninni var Daninn Thomas Björn á samtals 8 undir pari, 276 höggum (66 68 71 71) og í 3. sæti varð Adam Scott á samtals 7 undir pari, 277 höggum (75 68 68 66) en segja má að arfaslakur 1. hringur Lesa meira
Brynjólfur Mogensen: Um forvarnargildi golfíþróttarinnar
Föstudaginn 22. nóvember 2013 var haldið málþing á vegum GSÍ, sem bar yfirskriftina: „Golf sem lífstíll.“ Þar hélt Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, góða ræðu um forvarnargildi golfíþróttarinnar. Hann hóf fyrirlesturinn á að biðja málþingsgesti að íhuga hvað hver og einn þeirra gæti gert alla ævi, þ.e. frá vöggu til grafar? Hann svaraði því síðan sjálfur til að flestallir gætu gengið áratugum saman allt frá því við fæðumst þar til við kveðjum þetta líf. Ganga, tilhlökkun, vinir og fjölskylda allt væru þetta orð sem hann tengdi golfinu. Flestir byggju yfir tilhlökkun og ættu fjölskyldu og vini. Brynjólfur sagði að hann væri svo lánsamur að vera í golfhóp þar sem menn væru sem Lesa meira
LPGA: Natalie Gulbis efst ásamt Phatlum og Piller eftir 3. dag Titleholders
Eftir 3. dag CME Group Titleholders eru það Natalie Gulbis og þær Pornanong Phatlum frá Thaílandi og hin bandaríska Gerina Piller sem leiða. Allar hafa þær leikið á samtals 11 undir pari, 205 höggum ; Gulbis (70 70 65); Phatlum (70 68 67) og Piller (71 67 67). Fjórða sætinu 2 höggum á eftir deila þær: Lexi Thompson, Sandra Gal, Stacy Lewis og Shanshan Feng. Ein í 8. sæti er Michelle Wie á samtals 8 höggum undir pari (72 70 66), þremur höggum á eftir forystukonunum. Verður það Natalie Gulbis sem stendur uppi sem sigurvegari í kvöld? Það verður þá fyrsti sigur hennar í yfir 6 ár á LPGA – Lesa meira
Haukur Örn Birgisson nýr forseti GSÍ
Haukur Örn Birgisson var nú rétt í þessu kjörinn forseti GSÍ, á Golfþingi Golfsambands Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson, fv. forseti GSÍ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þetta er í fyrsta sinn sem kosið er um forseta GSÍ, en Margeir Vilhjálmsson, fv. framkvæmdastjóri GR ákvað að gefa kost á sér í forsetastól gegn varaforsetanum, Hauki Erni. Haukur Örn hlaut 121 atkvæði á móti 29 atkvæðum Margeirs, 1 atkvæði var autt og 1 atkvæði ógilt. Haukur Örn er 34 ára hæstaréttarlögmaður sem starfar hjá Íslensku Lögfræðistofunni í Turninum við Smáratorg, í Kópavogi. Hann hefir verið í stjórn GSÍ s.l. 8 ár og þar áður starfaði hann sem almennur starfsmaður GSÍ Lesa meira
Golfþing GSÍ hófst í morgun – SNAG kynning á staðnum
Golfþing Golfsambands Íslands hófst í morgun. Ársskýrsla stjórnar GSÍ var lögð fram og má skoða hana með því að SMELLA HÉR: Nú eftir hádegi fara fram nefndarstörf og munu þau standa til kl. 15:00. Þar á eftir verður m.a. ný stjórn sambandsins kosin, en kjörbréfanefnd hefir farið yfir kjörbréf og hafa 161 fulltrúi frá 44 golfklúbbum kosningarétt. Í anddyri Sýningar- og Íþróttahallarinnar í Laugardal, þar sem Golfþingið fer fram, var kynning á SNAG golfi skemmtilegri nýjung í golfkennslu, sem m.a. golfgoðsögnin Jack Nicklaus notar. SNAG býður upp á skemmtilegar kylfur, kennsluefni og golfþrautir, sem allir hafa gaman á að spreyta sig á, jafnt byrjendur í golfi sem lengra komnir.
Afmæliskylfingur dagsins: Alison Whitaker – 23. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Alison Whitaker. Alison er fædd 23. nóvember 1985 og er þvi 28 ára í dag. Hún spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Duke University en útskrifaðist 2010 með gráðu í sálfræði. Nú spilar hún á Symetra Tour. Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (52 árs); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (47 ára); Paul Penny, f. 23. nóvember 1972 (41 árs) …… og ….. Kristín Þorvaldsdóttir (55 ára) Ísafjarðar Bíó (78 ára) Helgi Örn Viggosson Katrín Júlíusdóttir (39 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Mikko Korhonen (5/27)
Mikko Korhonen er eini Finninn, sem náði inn á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumót Q-school, sem fram fór í Girona 10.-15. nóvember s.l. – Hann rétt slapp inn varð í 22.-27. sæti. Mikko lék á 9 undir pari, 419 höggum (69 71 68 70 70 71) og fékk að launum € 1.937,- Mikko komst inn á Evrópumótaröðina í fyrra eftir að hafa orðið í 9. sæti í Q-school, en hann hefir þurft í Q-school á hverju ári frá því hann gerðist atvinnumaður 2004 til þess að endurnýja kortið sitt. Golf 1 skrifaði eftirfarandi kynningu á Korhonen í fyrra og á hún allt eins við nú í ár. Sjá með þvi að Lesa meira
Golfbolti endurkastast á viðkvæman stað í Chi-Chi Rodriguez
Chi Chi Rodriguez er fæddur 23. október 1935 og er því orðinn 78 ára. Hann vann 8 sinnum á PGA Tour og 22 sinnum á Öldungamótaröð PGA þ.e. Champions Tour. Hann er líka sá fyrsti frá Puerto Rico til þess að komast í frægðarhöll kylfinga, en á Puerto Rico ólst hann upp í mikilli fátækt einn af 6 systkinum í Rio Piedras. Chi Chi var þekktur fyrir að skemmta áhorfendum golfmóta og aðdáendum sínum með því að taka nautaatsatriði á golfmótum eða „slíðra sverð.“ Enn á gamalsaldri er Chi Chi að sýna ýmis brelluhögg. Hér má sjá svolítið kynningarmyndskeið um Chi Chi SMELLIÐ HÉR: Nú um daginn var öldungurinn síungi fenginn Lesa meira
PGA: Day tók forystuna á 3. degi
Jason Day tók forystuna á ISPS Handa heimsmótinu í golfi sem fram fer á Royal Melbourne golfvellinum í Melbourne, Ástralíu. Day er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum (68 70 66) og hefir aðeins 1 höggs forystu á Thomas Björn, sem búinn er að leiða fyrstu dagana. Björn er sem sagt í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 205 höggum (66 68 71). Í 3. sæti er Matt Kuchar á samtals 6 undir pari og í 4. sæti er Ítalinn Francesco Molinari á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Sjá má forystumanninn Jason Day fá fallegan fugl Lesa meira










