Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2013 | 16:30

Haraldur Sverrisson: Golf í heilsueflandi samfélagi

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og fv. formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ hélt áhugavert erindi á málþingi GSÍ s.l. föstudag, 22. nóvember 2013, sem bar yfirskriftina „Golf í heilsueflandi samfélagi.“ Þar fjallaði Haraldur um heilsu- og golfbæinn Mosfellsbæ.

Í Mosfellsbæ er að sögn Haralds lögð áhersla á heilsu og aðstöðu til hreyfingar. Reykjalundur er fyrir utan bæinn sjálfann stærsti atvinnurekandinn auk þess sem margir nuddarar, heilarar, sjúkranuddarar eru starfandi í bænum. Íþrótta og  tómstundafélög gegna jafnframt stóru hlutverki í atvinnumálum bæjarins en íþróttafélagið Afturelding er 3. stærsti atvinnurekandinn á eftir Reykjalundi og Mosfellsbæ.

Í Mosfellsbæ er mótuð heilsustefna og conceptið heilsubær hefir fest sig þar í sessi og þar skipta æskulýðs og tómstundafélögin og íþróttafélögin, golfklúbbarnir, hestamannafélögin og skákklúbburinn miklu máli.

Vandinn er hvernig selja á samfélaginu það að golf skipti máli og leggja eigi pening í golf? sagði Haraldur.

Land er takmörkuð auðlind, en undir golfvelli fer oft vermætt land. Mosfellsbær hefir kosið að gera landi undir afþreyingu hátt undir höfði , vegna þess, sagði Haraldur að þeir í bæjarstjórn teldu það búa til verðmætara samfélag til lengri tíma.  Hins vegar sagði hann að þeir sem ynnu við að móta stefnu og framfylgja henni yrðu að taka alla þætti til skoðunar.

Því þyrfti að rökstyðja hvers vegna ætti að setja land undir golfvöll? Að hans mati eru rökin auðfundin vegna þess að þetta lífsrými sem útivistarsvæði er skapar verðmæti, mun meiri verðmæti til langs tíma en að byggja fyrir utan hvað golfvellir eru fallegri.  Í útvistarsvæði Mosfellsbæjar eru golfarar og hestamenn og saman myndar svæðið hjartað í bænum.

Haraldur sagði fólk velta fyrir sér þegar það keypti fasteign hvar það vildi búa?  Hjá flestum væri mikilvægt að geta sótt sér afþreyingu í nánasta umvherfi.  Þannig veldi fólk sér búsetu eftir því hvernig aðgengi væri að skólum og íþróttamannvirkjum.  Hann benti jafnframt á að skv. ánægju- könnun væru íbúar Mosfellsbæjar með þeim ánægðustu á Íslandi.

Mosfellsbær hefir að markmiði að byggja upp heilsueflandi samfélag, en þetta er  þróunarverkefni í umsjón landlæknis Heilsuvinjar ehf. og Mosfellsbæjar. Þannig ætlar Mosfellsbær sér að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög.  En í hverju felst að vera heilsueflandi?  Áhersla er lögð á eftirfarandi atriði:

Næringu – mataræði

Hreyfingu – útivist

Líðan – geðrækt

Lífsgæði – forvarnir

Sagði Haraldur að verkefnið næði til allra aldurshópa frá vöggu til grafar og að t.a.m. allir leikskólar, grunnskólar og framhaldsskóli í Mosfellsbæ væru þátttakendur í heilsueflandi skólaverkefnum.

Í því sambandi yrði að leggja áherslu á gott aðgengi en í Mosfellsbæ væru tugir kílómetra af göngu-og hjólreiðastígum;  tugir kílómetra af reiðstígum;  2 sundlaugar;  2 likamsræktarstöðvar; 2 golfvellir og  7 tindar, þ.e. stikaðar gönguleiðir á nærliggjandi fjöll. Saman skapar þetta umhverfi sem samfélagið vill og það skiptir bæinn miklu.

Golfklúbbarnir 2 í Mosfellsbæ eru með samtals um 1100 félagsmönnum, þannig að áhugafólk um golf ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Golfklúbbur Bakkakots í Mosfellsdal er með 9 holu völl og „ljúfling” – Í Golfklúbbnum Kili er  Hlíðavöllur,  sem er 18 holu keppnisvöllur.

Bærinn er með samninga um rekstrarstyrki m.a. við golfklúbbana um barna- og unglingastyrki í Kili.

Spurningin sem GSÍ varpar fram er hvernig nálgast eigi sveitarstjórnarmennina?

Haraldur sagði það ekkert auðvelt – þetta væru ekki auðveldar ákvarðarnir að verja fé í golf og  ekkert auðvelt að selja það að setja eigi peninga í golf. Sumum finndist það ekki réttlætanlegt. Litið aðallega á þetta sem íþrótt fyrir fullorðna, en yfirleitt selur það ef börn og unglingar eiga í hlut.

Haraldur sagði golf vera almenningsíþrótt vegna þess að hér á landi væri  ódýrt að vera í klúbb og spila golf – Lykilatriði við uppbyggingu golfs á Íslandi væri að bæta ímyndina. Enn eimdi eftir að golf væri eitthvað fyrir efnað fólk, snobbíþrótt og Haraldur sagði margar rimmur hafa verið teknar um golf á bæjarfundum – Þegar t.a.m. golfmál hefði nýlega verið á dagskrá í bæjarráði hefði fundur  staðið  í 1 1/2 tíma og 10 manns á dagskrá en önnur mál afgreidd á 15 mínútum.

Haraldur sagði að golfhreyfingin þyrfti að taka sig taki – upplýsa til hvers golf væri  og fjölga börnum og unglingum í íþróttini  það væri lykillinn að peningunum. Huga yrði að ímyndinni þetta væri íþrótt fyrir alla. Oft heyrðist fleygt að gefa yrði út frístundaávísanir fyrir börn í golfi. Börn gætu ekki verið í golfi vegna þess að það væri of dýrt – Haraldur sagðist þekkja hvortveggja enda tveir á heimili hans einn í knattspyrnu og hinn í golfi og það væri 3svar sinnum dýrara að vera með barn í knattspyrnu.

Haraldur nefndi að Hlíðavöllur lægi að sjó, væri umkringdur byggð og í gegnum hann lægju göngu- og hjólastígar en meðfram vellinum væru einnig fjölfarnir reiðstígar. Þegar allt þetta kæmi saman yrði völlurinn að órjúfanlegum hluta af samfélaginu.  Börn og fullorðnir færu gangandi í golf sem væri að verða heilsárs-sport hjá stórum hópi iðkenda.

Loks ýjaði Haraldur að því að breytingar væru í vændum.

Mosfellsbær væri  í viðræðum við golfklúbbana um að þeir sameinuðust undir heitinu Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Taldi Haraldur að sameinaður klúbbur biði upp á betri þjónustu við samfélagið í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær væri stoltur af því að styðja við uppbyggingu golfíþróttarinnar sem styddi á móti við stefnu bæjarins. Stór og öflugur klúbbur sem bæri nafn bæjarins, bæri enn frekar hróður Mosfellsbæjar og myndi efla bæjarlífið.

Gildi Mosfellsbæjar væru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja, sem jafnframt væru gildi golfs og gott fyrir alla að tileinka sér þau!