Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2013 | 08:30

Golfbolti endurkastast á viðkvæman stað í Chi-Chi Rodriguez

Chi Chi Rodriguez er fæddur 23. október 1935 og er því orðinn 78 ára. Hann vann 8 sinnum á PGA Tour og 22 sinnum á Öldungamótaröð PGA þ.e. Champions Tour. Hann er líka sá fyrsti frá Puerto Rico til þess að komast í frægðarhöll kylfinga, en á Puerto Rico ólst hann upp í mikilli fátækt einn af 6 systkinum í Rio Piedras.

Chi Chi var þekktur fyrir að skemmta áhorfendum golfmóta og aðdáendum sínum með því að taka nautaatsatriði á golfmótum eða „slíðra sverð.“ Enn á gamalsaldri er Chi Chi að sýna ýmis brelluhögg.

Hér má sjá svolítið kynningarmyndskeið um Chi Chi SMELLIÐ HÉR: 

Nú um daginn var öldungurinn síungi fenginn til þess að slá brelluhögg í Golf Channel þáttunum Big Break.  Lítilli rúðu með nafni Chi Chi var komið fyrir á æfingasvæði og átti Chi Chi að brjóta rúðuna með því að slá golfbolta í gegnum hana.  Ekki vildi betur til en að golfboltinn endurkastaðist í  viðkvæman stað á Chi Chi og hefir þetta myndband verið nokkuð vinsælt á netinu m.a. vegna þess hvernig Chi Chi höndlar þessa neyðarlegu og aðallega sársaukafullu uppákomu fyrir hann…. með húmor og stæl eins og Chi Chi er einum lagið.

Til þess að sjá högg Chi Chi SMELLIÐ HÉR: