Bubba spilaði á 81 höggi
Nú eru flestir kylfingar á stærstu mótaröðunum komnir í frí, eða svo til, flestir verja tíma með fjölskyldum sínum, eru að prófa nýjar kylfur fyrir næsta tímabil eða bara slappa af frá leiknum. Nú á að slaka á og skemmta sér svolítið í golfi og það er enginn, sem skemmtir sér betur á golfvellinum en Bubba Watson. Hann var að leika sér á Pelican Hill golfklúbbnum í síðasta mánuði með aðeins einn 20° blending, 3 golfbolta í vasanum og nokkra vini og var Bubba að reyna að spila völlinn með 1 kylfu. Þetta er ekki alveg eins og „Tin Cup“ og 7-járnið en þetta er frábær leið til þess að Lesa meira
Rory náði samkomulagi við Oakley utan réttar
Rory McIlroy hefir náð samkomulagi við fyrrum styrktaraðila sinn Oakley utan réttar og eru báðir aðilar afar ánægðir með þau málalok. Oakley hafði þegar hafið mál gegn Rory fyrir samningsbrot en Rory hafði lofað að auglýsa föt og sólgleraugu frá fyrirtækinu, en stökk síðan yfir til Nike. Í sameiginlegri yfirlýsingu er staðfest að málinu sé nú lokið. Rory sagði m.a.: „Ég hef alltaf átt í framúrskarandi vinnusambandi við fulltrúa Oakley og ég er mjög ánægður að málinu sé nú lokið.“ Pat McIlvain, talsmaður Oakley Sports Marketing, sagði f.h. fyrirtækisins: „Við erum ánægðir að málinu gegn Rory er nú lokið. Við höfum átt gott samband við Rory sem Oakley sendiherra. Hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson og Art Wall – 25. nóvember 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir, Arthur Jonathan Wall, Jr., alltaf kallaður Art Wall og Jóhann Adolf Oddgeirsson. Art Wall fæddist 25. nóvember 1923 í Honesdale, Pennsylvaníu og hefði því orðið 90 ára í dag hefði hann lifað. Hann stundaði nám við Duke University og útskrifaðist 1949 sem viðskiptafræðingur. Á atvinnumannsferli sínum vann hann 24 sinnum, þar af 14 sinnum á PGA. Af 14 titlum sínum á PGA vann hann 4 árið 1959, en það ár var hann valinn leikmaður ársins á PGA og hlaut Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor. Eins var hann efstur á peningalistanum það ár með verðlaunafé upp á $53,167.50 sem er eitthvað í kringum $360.000,- uppreiknað á gengi dagsins Lesa meira
Upplýst: Hvernig Elin Nordegren komst að framhjáhöldum Tiger
Upp komst um framhjáhöld Tiger Woods árið 2009 vegna SMS-skilaboða sem Elín Nordegren sendi, skv. nýjum heimildarmönnum Daily Mail. Sænska módelið fyrrverandi á að hafa tekið síma Tiger þegar hann var í djúpum svefni undir áhrifum svefnlyfja, á Þakkargjörðarnótt fyrir 4 árum. Elín fór þá í gegnum skilaboð á farsíma eiginmanns síns og tók upp á því að senda hjákonu Tiger, Rachel Uchitel, SMS, þar sem hún þóttist vera Tiger. Skv. The Daily Beast varð Elín, 33 ára, fyrst tortryggin eftir að hún las grein í National Enquirer á Þakkargjörðarhátíðinni 2009, þar sem því var haldið fram að eiginmaður hennar héldi framhjá henni með Uchitel. Þannig að Elín ákvað að leggja gildru fyrir Lesa meira
Luke Donald varði titil sinn á Dunlop mótinu í Japan
Luke Donald, 35 ára, sigurvegari á peninglistum beggja vegna Atlantsála 2011 vann fyrsta sigur sinn á árinu nú í lok nóvember þ.e. í gær á Dunlop Phoenix mótinu. Hann var með 2 högga forystu yfir Kim Hyung-Sun frá Suður-Kóreu fyrir lokahringinn. Á lokahringnum náði Donald 7 fuglum og 2 skollum og krækti sér þar með í $400,000 á samtals 14 undir pari, 270 höggum. Hann átti í lokin 6 högg á Kim, sem lauk því keppni á 8 undir pari, 276 höggum og Japaninn Shingo Katayama varð í 3. sæti á samtals 7 undir pari, 277 höggum, eftir 4 hringi á hinum 7,027 yarda langa par-71 velli Phoenix Country Club vallarins. „Ég Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jason Knutzon (6/27)
Í dag verður kynntur til sögunnar sá síðasti sem náði síðastur inn á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni 10.-15. nóvember s.l. Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Knutzon, en hann var ásamt þeim 5 strákum sem þegar hafa verið kynntir: Mikko Korhonen, Estanislao Goya, Jack Doherty, Adam Gee og Alastair Forsyth í 22.-27. sæti í mótinu og rétt slapp inn á 9 undir pari, líkt og hinir 5. Knutzon var einn af 4 Bandaríkjamönnum, sem náði inn á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school að þessu sinni og var skor hans s.s. segir 419 högg (70 69 71 69 69 71). Jason Lesa meira
LPGA: Feng sigraði á Titleholders
Það var kínverska stúlkan, Shanshan Feng, sem á sama afmælisdag og Ólafur Björn Loftsson, sem sigraði á CME Group Titleholders mótinu í Naples, Flórída nú fyrir skemmstu. Feng lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (66 74 67 66) og hlaut sigurtékka upp á samtals $ 700.000,- Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð hin bandaríska Gerina Piller, en hún rétt missti púttið á 18. til þess að komast í bráðabana við Feng. Piller lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (71 67 67 69). Í 3. sæti varð síðan Pornanong Phatlum frá Thaílandi á 13 undir pari; í 4. sæti varð fyrrum W-7 módelið þýska, Lesa meira
Innsetning Pierre Bechmann sem formanns R&A – Myndskeið
Til málþings GSÍ, sem bar yfirskriftina „Golf sem lífstíll“ var boðið frönskum formanni R&A 2012-2013, Pierre Bechmann, sem hélt langa og ítarlega ræðu um starfsemi R&A allt frá upphafi. Hann er fyrsti formaður R&A frá meginlandi Evrópu. Bechmann er 56 ára lögmaður frá París, fæddur 18. janúar 1957. Hann þykir afar snjall lögmaður. Segja má að Bechmann sé fæddur með silfurskeið í munni og fjölskyldu sem spilar golf. Hann hefir allt frá 17 ára aldri ferðast á hverju ári til St. Andrews í Skotlandi til þess að spila golf og má því segja að hann hafi heillast ungur af þeim stað, þar sem hann hefir undanfarið ár gengt almestu virðingarstöðu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 38 ára. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, í fyrra, þar sem hann kennir nú golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Lesa meira
Evróputúrinn: Morten Örum Madsen sigraði á SA Open
Það var danski kylfingurinn Morten Örum Madsen, sem sigraði í SA Open. Madsen var samtals á 19 undir pari, 269 höggum (67 66 69 67). Þetta er fyrsti sigur Madsen á Evrópumótaröðinni og hann var að vonum ánægður: „Þetta hefir verið frábær dagur. Ég veit í raun ekki (hvernig mér líður nú). Það er hálfgerð klisja að segja að ég sé ekki búinn að ná þessu en það hefir bara virkilega ekki sigtað inn.“ Golf 1 var með kynningu á sínum tíma á Madsen sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Öðru sætinu á mótinu deildu heimamennirnir Jbe Kruger og Otto Hennie, báðir 2 höggum á eftir Madsen og Lesa meira










