Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2013 | 15:00

Jason Day vann á heimsmótinu – Ástralía vann í liðakeppninni!

Í dag var „Dagur Ástralíu“ en enskir fjölmiðlar snúa út úr eftirnafni Jason Day, sem vann einstaklingskeppnina á ISPS Handa heimsmótinu í golfi, sem fram hefir farið á Royal Melbourne golfvellinum í Melbourne, Ástralíu.  (Ens.: „Australia´s Day“).

Jason vann einstaklingskeppnina á 10 undir pari, 274 höggum (68 70 66 70).  Ástralía vann liðakeppnina á samtals 551 höggi, en Day og Adam Scott skipuðu lið Ástrala.

Í 2. sæti í einstaklingkeppninni var Daninn Thomas Björn á samtals 8 undir pari, 276 höggum (66 68 71 71) og í 3. sæti varð Adam Scott á samtals 7 undir pari, 277 höggum (75 68 68 66) en segja má að arfaslakur 1. hringur hafi eyðilagt fyrir Scott, sem að öðrum kosti hefði eflaust hafnað í efsta sæti hefði skorið verið 71 eða lægra, eða m.ö.o. 3-5 höggum meira en þrjá næstu daga hjá honum.

Í liðakeppninni varð lið Bandaríkjanna í 2. sæti (Kuchar/Streelman) og lið Danmerkur í 3. sæti (Björn/Olesen).

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á ISPS Handa heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags sem Adam Scott átti (örn) SMELLIÐ HÉR: