Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2013 | 07:30

PGA: Day tók forystuna á 3. degi

Jason Day tók forystuna á ISPS Handa heimsmótinu í golfi sem fram fer á Royal Melbourne golfvellinum í Melbourne, Ástralíu.

Day er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum (68 70 66) og hefir aðeins 1 höggs forystu á Thomas Björn, sem búinn er að leiða fyrstu dagana.

Björn er sem sagt í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 205 höggum (66 68 71).

Í 3. sæti er Matt Kuchar á samtals 6 undir pari og í 4. sæti er Ítalinn Francesco Molinari á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má forystumanninn Jason Day fá fallegan fugl á 15. holu á 3. hring heimsmótsins með því að SMELLA HÉR: