Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2013 | 13:00

Golfþing GSÍ hófst í morgun – SNAG kynning á staðnum

Golfþing Golfsambands Íslands hófst í morgun.

Ársskýrsla stjórnar GSÍ var lögð fram og má skoða hana með því að SMELLA HÉR: 

Nú eftir hádegi fara fram nefndarstörf og munu þau standa til kl. 15:00.

Þar á eftir verður m.a. ný stjórn sambandsins kosin, en kjörbréfanefnd hefir farið yfir kjörbréf og hafa 161 fulltrúi frá 44 golfklúbbum kosningarétt.

Í anddyri Sýningar- og Íþróttahallarinnar í Laugardal, þar sem Golfþingið fer fram, var kynning á SNAG golfi skemmtilegri nýjung í golfkennslu, sem m.a. golfgoðsögnin Jack Nicklaus notar.  SNAG býður upp á skemmtilegar kylfur, kennsluefni og golfþrautir, sem allir hafa gaman á að spreyta sig á, jafnt byrjendur í golfi sem lengra komnir.

Ingibjörg Magnúsdóttir og Björgvin Sigurbergsson íþróttastjóri GK að ræða saman um SNAG. Mynd: Golf 1

Ingibjörg Guðmundsdóttir og Björgvin Sigurbergsson íþróttastjóri GK að ræða saman um SNAG. Mynd: Golf 1