Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 03:00

LPGA: Feng sigraði á Titleholders

Það var kínverska stúlkan, Shanshan Feng, sem á sama afmælisdag og Ólafur Björn Loftsson, sem sigraði á CME Group Titleholders mótinu í Naples, Flórída nú fyrir skemmstu.

Feng lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (66 74 67 66) og hlaut sigurtékka upp á samtals $ 700.000,-

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð hin bandaríska Gerina Piller, en hún rétt missti púttið á 18. til þess að komast í bráðabana við Feng.  Piller lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (71 67 67 69).

Í 3. sæti varð síðan Pornanong Phatlum frá Thaílandi á 13 undir pari; í 4. sæti varð fyrrum W-7 módelið þýska, Sandra Gal á samtals 12 undir pari og í 5. sæti varð sú sem er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park frá Suður-Kóreu á samtals 11 undir pari.

Hin 16 ára ný-sjálenska Lydia Ko, sem var að spila í fyrsta móti sínu á LPGA, sem atvinnumaður, varð T-21 á samtals 4 undir pari.

Og loks er vert að geta þess að forystukonan fyrir lokahringinn Natalie Gulbis átti ömurlegan lokahring upp á 82 högg, hring þar sem hún fékk aðeins 1 fugl en 6 skolla og 2 skramba og lauk hún keppni T-29 þ.e. í 29. sæti, sem hún deildi m.a. með „norsku frænku okkar“ Suzann Pettersen og tveimur öðrum.

Til þess að sjá lokastöðuna á CME Group Titleholders mótinu SMELLIÐ HÉR: