Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Morten Örum Madsen sigraði á SA Open

Það var danski kylfingurinn Morten Örum Madsen, sem sigraði í SA Open.

Madsen var samtals á 19 undir pari, 269 höggum (67 66 69 67).

Þetta er fyrsti sigur Madsen á Evrópumótaröðinni og hann var að vonum ánægður: „Þetta hefir verið frábær dagur. Ég veit í raun ekki (hvernig mér líður nú). Það er hálfgerð klisja að segja að ég sé ekki búinn að ná þessu en það hefir  bara virkilega ekki sigtað inn.“

Golf 1 var með kynningu á sínum tíma á Madsen sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Öðru sætinu á mótinu deildu heimamennirnir Jbe Kruger og Otto Hennie, báðir 2 höggum á eftir Madsen og fjórða sætinu deildu þeir Charl Schwartzel og Marco Crespi, enn öðru höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á SA Open SMELLIÐ HÉR: