Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 08:30

Luke Donald varði titil sinn á Dunlop mótinu í Japan

Luke Donald, 35 ára, sigurvegari á peninglistum beggja vegna Atlantsála 2011 vann fyrsta sigur sinn á árinu nú í lok nóvember þ.e. í gær  á Dunlop Phoenix mótinu.

Hann var með 2 högga forystu yfir  Kim Hyung-Sun frá Suður-Kóreu fyrir lokahringinn.

Á lokahringnum  náði Donald 7 fuglum og 2 skollum og krækti sér þar með í $400,000  á samtals 14 undir pari, 270 höggum.

Hann átti í lokin 6 högg á Kim, sem lauk því keppni á 8 undir pari, 276 höggum og Japaninn Shingo Katayama varð í 3. sæti á samtals 7 undir pari, 277 höggum, eftir 4 hringi á hinum 7,027 yarda langa par-71 velli Phoenix Country Club vallarins.

„Ég er mjg ánægður. Síðasti sigur minn var hér á síðasta ári á Dunlop,“ sagði Luke Donald m.a. eftir að sigurinn var í höfn. „Það er frábært að koma hingað og sigra aftur. Þetta er frábært mót með frábærum sigurvegurum og ég er mjög stoltur af því að hafa unnið 2 ár í röð.“

Luke Donald er sá fyrsti sem sigrar Dunlop mótið 2 ár í röð, en mótið er með eitt hæsta verðlaunafé á japönsku PGA mótaröðinni. Engum hefir tekist þetta frá því að Tiger Woods tókst þetta árin 2004 og 2005.

Gonzalo Fernandez-Castaño og heimamaðurinn Shunsuke Sonoda urðu jafnir í 4. sæti á samtals 280 höggum.

Sjötta sætinu deildu síðan Hideki Matsuyama, sem leiðir á japanska peningalistanum, ásamt Ástralanum Brad Kennedy og Lee Kyoung-Hoon frá Suður-Kóreu, allir á samtals 281 höggi, hver.

Þegar 2 mót eru eftir á dagskrá japanska PGA er það nýliðinn Matsuyama sem er eins og segir efstur á japanska PGA  peningalistanum með 161 milljón yen (u.þ.b. 200 milljóna íslenskra króna); þar á eftir kemur Kim með 118 milljón yen og Katayama er í 3. sæti með 108 milljón yen.