
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jason Knutzon (6/27)
Í dag verður kynntur til sögunnar sá síðasti sem náði síðastur inn á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni 10.-15. nóvember s.l.
Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Knutzon, en hann var ásamt þeim 5 strákum sem þegar hafa verið kynntir: Mikko Korhonen, Estanislao Goya, Jack Doherty, Adam Gee og Alastair Forsyth í 22.-27. sæti í mótinu og rétt slapp inn á 9 undir pari, líkt og hinir 5.
Knutzon var einn af 4 Bandaríkjamönnum, sem náði inn á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school að þessu sinni og var skor hans s.s. segir 419 högg (70 69 71 69 69 71).
Jason Knutzon er fæddur í Lubbock, Texas, 24. janúar 1976 og er því 37 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og hefir þrívegis áður farið í Q-school þ.e. 2009, 2010 og 2011. Knutzon býr í Altoona í Iowa og er þar í Glen Oaks golfklúbbnum. Hann er 1,8 m á hæð og 79 kg.
Knutzon er kvæntur konu sinni Rustinu (giftust 2006) og saman eiga þau soninn Landon (f. 2008). Sem stendur er Knutzon nr. 490 á heimslistanum.
Knutzon er sonur flugmanns í flugher Bandaríkjanna og dreymdi alltaf um að verða sjálfur flugmaður þegar hann yrði stór …. en það var áður en hann féll kylliflatur fyrir golfinu. Hann hefir flakkað mikið um á s.l. árum, spilaði fyrst á Nationwide Tour (nú Web.com mótaröðin) og síðan á Asíumótaröðinni. Árið 2011 komst hann í fyrsta sinn á Evrópumótaröðina eftir að hafa landað 16. sætinu í Q-school 2010.
Knutzon hefir sigrað tvívegis á Asíutúrnum þ.e. í Macau Open 2004, þar sem m.a. Pádraig Harrington var meðal keppenda og í Motorola International Bintan í Indónesíu, 2007.
Knutzon var í Iowa State University iþar sem hann keppti reglulega gegn risamótssigurvegaranum Zach Johnson, en þeir eru enn í dag nánir vinir.
Loks mætti geta að fyrir utan golfið eru helstu áhugmál Knutzon að vera sem mest með fjölskyldunni og síðan íþróttir almennt en hann er mikill stuðningsmaður Chicago Cubs í bandaríska hafnarboltanum og Iowa State Cyclones í bandaríska ruðningsboltanum.
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022