Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 13:45

Rory náði samkomulagi við Oakley utan réttar

Rory McIlroy hefir náð samkomulagi við fyrrum styrktaraðila sinn Oakley utan réttar og eru báðir aðilar afar ánægðir með þau málalok.

Oakley hafði þegar hafið mál gegn Rory fyrir samningsbrot en Rory hafði lofað að auglýsa föt og sólgleraugu frá fyrirtækinu, en stökk síðan yfir til Nike.

Í sameiginlegri yfirlýsingu er staðfest að málinu sé nú lokið.

Rory sagði m.a.: „Ég hef alltaf átt í framúrskarandi vinnusambandi við fulltrúa Oakley og ég er mjög ánægður að málinu sé nú lokið.“

Pat McIlvain, talsmaður Oakley Sports Marketing, sagði f.h. fyrirtækisins: „Við erum ánægðir að málinu gegn Rory er nú lokið. Við höfum átt gott samband við Rory sem Oakley sendiherra. Hann leysti úr öllum skyldum við okkur af atorkusemi og fagmennsku. Við sjáum nú að í viðskiptum sínum við okkur, sem var efni þrætunnar,  var það umboðsmaður hans, sem sá um viðskiptasamninga fyrir hann.“