Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 09:00

Upplýst: Hvernig Elin Nordegren komst að framhjáhöldum Tiger

Upp komst um framhjáhöld Tiger Woods árið 2009 vegna SMS-skilaboða sem Elín Nordegren sendi, skv. nýjum heimildarmönnum Daily Mail.

Sænska módelið fyrrverandi á að hafa tekið síma Tiger þegar hann var í djúpum svefni undir áhrifum svefnlyfja, á Þakkargjörðarnótt fyrir 4 árum.

Elín fór þá í gegnum skilaboð á farsíma eiginmanns síns og tók upp á því að senda hjákonu Tiger, Rachel Uchitel, SMS, þar sem hún þóttist vera Tiger.

Rachel Uchitel, 36 ára, fyrrum hjákona Tiger sem eignaðist barn 2012.

Rachel Uchitel, 36 ára, fyrrum hjákona Tiger.

Skv. The Daily Beast varð Elín, 33 ára, fyrst tortryggin eftir að hún las grein í National Enquirer á Þakkargjörðarhátíðinni 2009, þar sem því var haldið fram að eiginmaður hennar héldi framhjá henni með Uchitel.

Þannig að Elín ákvað að leggja gildru fyrir Uchitel og sendi henni skilaboð þar sem hún þóttist vera Tiger.

Skv. heimildarmanninum nýja á Tiger að hafa fengið Uchitel til að hringja í Elínu 24. nóvember 2009 degi áður en sagan birtist (þ.e. nákvæmlega í dag fyrir 4 árum) til þess að telja Elínu trú um  að þau væru aðeins vinir. Uchitel og Elín töluðu saman í hálftíma. En Elín var langt því frá sannfærð, reyndar þvert á móti.

Þessa örlagaríku Þakkargjörðarnótt þegar Tiger svaf með hjálp Ambien og Vicodin fór Elín í gegnum farsíma hans s.s. segir og fann þar skilaboð frá Uchitel, þar sem sagði: „Þú ert sá eini sem ég hef elskað.“

Það var þá sem Elín fékk hugmyndina góðu um að þykjast vera Tiger og svaraði Uchitel: „Ég sakna þín. Hvenær sjáumst við aftur?“

Uchitel svaraði strax aftur þar sem hún var hissa á að Tiger væri enn vakandi.  Elín á þá að hafa tekið upp símann, skv. heimildarmanninum og hringt í Uchitel og sagt: „Ég vissi að það varst þú.“

Uchitel kom varla upp orði og sagði aðeins „Ó f***“ og lagði á.  Það sem gerðist eftir símtalið fyllti síður golffréttamiðla marga mánuði á eftir og ætti að vera öllum kunnugt.  Elín æpti upp yfir sig og Tiger vaknaði.

Tiger á að hafa tekið farsíma sinn, eftir orðaskipti við Elínu, lokað sig inn á baðherberginu og á að hafa sms-að Uchitel að  líklega yrði skilnaður úr þessu. Þegar hann kom út aftur, reif Elín farsíma hans til sín, sá orðið „skilnaður“, sem gerði hana öskureiða (sbr. New York Post).

Tiger Woods

Tiger Woods

Talið er að Tiger hafi síðan hlaupið berfættur í Escalade jeppa sinn meðan Elín elti hann með golfkylfu. (Tiger hefir borið þetta tilbaka margoft). 

Hann keyrði síðan á brunahana og tré skammt frá þáverandi heimili sínu í Windermere, Flórída. 

Þegar lögreglan kom var Tiger meðvitundarlaus á götunni og tvær rúður að aftan í bíl hans brotnar.

Eftir Þakkargjörðarhátíðina upplýstist að Tiger ætti í sambandi við fjölmargar konur.

Hann fór síðan í endurhæfingu til þess að ná tökum á kynlífsfíkn sinni. 

Nordegren fékk $ 100 milljónir af eignum Tiger, sem þá voru metnar á $ 1 billjón. 

Elín og Tiger eiga 2 börn, hina sex ára Sam og Charlie, sem er 4 ára.  

Lindsey Vonn og Tiger Woods

Lindsey Vonn og Tiger Woods

Tiger er sem stendur í sambandi við Ólympíuskíðadrottninguna Lindsey Vonn.