Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG.  Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og er því 17 ára í dag. Aron Snær er stigameistari GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann stóð sig mjög vel á Íslandsbankamótaröðinni í ár, vann m.a. 1. mótið í Þorlákshöfn, 4. mótið á Hliðarvelli í Mosfellsbæ og 5. mótið á Jaðrinum í piltaflokki. Eins tók hann þátt í Duke of York mótinu og Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, en síðargreinda mótið sigraði hann í,  árið 2012. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Aron Snæ með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Santiago Luna, 29. nóvember 1962; Perry Parker, 29. nóvember 1964 (49 ára);  Guy Hill, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:30

GOS: Andri Páll kylfingur ársins – Alexandra Eir fékk háttvísisbikar – Máni Páll efnilegastur

Á aðalfundi GOS sem haldinn var í 27.nóvember, þ.e. í fyrradag,  voru afhentar viðurkenningar fyrir þau sem þóttu skara fram úr í sumar. Andri Páll Ásgeirsson var valinn kylfingur ársins. Andri náði að springa út í sumar, þrátt fyrir slæmt veður. Andri lækkaði úr 11,1 í 5,9 í forgjöf í sumar. ! Andri er mjög duglegur að æfa og er að vinna mikið í sínum leik, tæknilega, líkamlega og andlega! Golfkarl ársins!!! Alexandra Eir Grétarsdóttir fékk Háttvísisbikar GSÍ. Alexandra sýnir mikinn íþróttaanda, gefst aldrei upp, sýnir miklar framfarir, er með góða ástundun, er sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og er með framkomu sinni fyrirmynd Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:00

LPGA: Jutanugarn hlýtur nýliðaverðlaunin

Moriya Jutanugarn er fyrsti kylfingurinn frá Thaílandi til þess að hljóta Louise Suggs nýliðaverðlaunin á LPGA mótaröðinni. Moriya varð glöð þegar niðurstaðan lá ljós fyrir og sagði m.a. við blaðamenn: „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig. Mér finnst eins og ég hafi gert þetta fyrir land mitt, fjölskyldu og áhangendur, fyrir Thaíland. Ég er ansi viss um að allir verði virkilega ánægðir.“ Jutanugarn náði forystunni um Louise Suggs nýliðaverðlaunin snemma árs en síðan gerði þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson harða hríð að henni um mitt árið. Fyrir lokamót ársins á LPGA mótaröðinni CME Group Titleholders var Masson með 11 stiga forystu  á Jutanugarn, en lauk keppni T-61 í mótinu meðan Jutanugran Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 13:00

Skemmdarverk á golfvöllum í Skotlandi

Skemmdarvargur nokkur notaði bíl til þess að skilja eftir ljót ör vegna bílfara á golfvelli nokkrum í Linlithgow, Skotlandi  og olli þar með 8 milljón króna skemmdum. Andlag skemmdarverka ökumannsins voru tvær flatir á West Lothian golfklúbbnum og var á einum tímapunkti aðeins nokkrum fetum frá öruggum dauða þar sem við enda annarar flatarinnar var 30 metra hyldýpi. Skemmdarvargurinn keyrði um golfvöllinn 18. nóvember og kom aftur kvöldið eftir til þess að skemma par-71 golfvöllinn sem hannaður var af tvöföldum sigurvegara Opna breska, Willie Park yngri (Sjá kynningu Golf 1 á Willie Park yngra með því að SMELLA HÉR (fyrri hluti): )  og SMELLA HÉR: (síðari hluti) Yfirgolfkennari staðarins gaf því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 07:00

Adam Scott enn efstur á Australian Open – Rory í 2. sæti

Nr. 2 á heimslistanum, heimamaðurinn Adam Scott heldur forystu á Australian Open mótinu sem fram fer í Sydney golfklúbbnum í Ástralíu. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (62 70). En Rory McIlroy er að draga á Scott og minnka bilið milli þeirra – Hann er búinn að vinna sig upp skortöfluna í 2. sætið, en hann hefir leikið á samtals 10 undir pari og er aðeins 2 höggum á eftir Scott. Heimamaðurinn Richard Green er í 3. sæti á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 06:45

Streelman dregur sig úr Australian Open

Niðurbrotinn Kevin Streelman varð að draga sig úr  Australian Open nú fyrr í morgun þegar farið var með hann á spítala vegna augnsýkingar. Streelman var með tárin í augum þegar hann neyddist til þess að draga sig úr mótinu eftir að hafa einungis spilað 4 holur af 2. hring. En því miður voru verkirnir í auganu orðnir svo miklir auk þess sem Streelman var farið að svima að hann varð að sætta sig við að draga sig úr mótinu. Streelman er nr. 43 á heimslistanum og átti að spila með golfstjörnunum Adam Scott og Jason Day, nokkuð sem hann vildi ekki missa af en hann sagðist hafa fundið á sér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: Madsen efstur á Alfred Dunhill eftir 1. dag

Daninn Morten Örum Madsen leiðir eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins, sem hófst í dag á Leopard Creek golfvellinum í Suður-Afríku. Madsen lék á 7 undir pari, 65 höggum. Hann hefir þó aðeins 1 höggs forystu á Portugalann Ricardo Santos og heimamanninn Allan Versfeld, sem báðir léku á 6 undir pari, hvor. Fjórir deila 4. sætinu á 4 undir pari, þ.á.m. Mastersmeistarinn Charl Schwartzel. John Daly lék á sléttu pari og er deilir 48. sætinu, af 152 keppendum og góður sjéns á að hann komist í gegnum niðurskurð og færi sig síðan jafnvel ofar upp skortöfluna. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ s.l. 3 ár með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og nú í ár 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar  12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 31 árs; Hlyns Heiðars, 31 árs; Söndru Rós, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 12:00

Daly brá vegna Cobra slöngu

John Daly er nú í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í Alfred Dunhill mótinu á Leopard Creeek golfvellinum. Honum brá ekkert smá þegar hann mætti cobra slöngu (nefnist Mozambique spitting cobra á ensku) og er baneitruð. Daly setti eftirfarandi mynd af sér á instragram: Með myndinni var eftirfarandi texti: „Lions Den to Snake Den not way to get greeted this morn!“ Best að þýða þetta ekkert – en Daly var víst ekkert skemmt að vakna við þessa cobra slöngu í Suður-Afríku – ekki á það bætandi hjá honum – hann er rétt farinn að geta spilað aftur eftir uppskurð á olnboga og ekki gott á láta næst bíta sig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 11:00

GOS: Ásta kosin formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss var haldinn í gærkvöldi þann 27.nóvember. Bárður Guðmundarson formaður GOS var búin að tilkynna það fyrir fundinn að hann hugðist ekki gefa kost á sér í áframhaldandi setu í stjórn GOS. Bárður var búin að vera í stjórn GOS í 17.ár. En lengst af sem formaður, Bárður fékk blóm og nokkrar skemmtilegar ræður á fundinum í gær og getur Golfklúbbur Selfoss þakkað Bárði fyrir frábær störf fyrir klúbbinn síðustu árin. Ný stjórn var því kosinn í gær. Ásta M. Sigurðardóttir var kosinn formaður GOS, en Ásta er fyrsti kvennkyns formaður GOS, Ásta var kosinn til eins árs. Helena Guðmundsdóttir var kosinn ritari, en það er gaman að Lesa meira