Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 13:00

Skemmdarverk á golfvöllum í Skotlandi

Skemmdarvargur nokkur notaði bíl til þess að skilja eftir ljót ör vegna bílfara á golfvelli nokkrum í Linlithgow, Skotlandi  og olli þar með 8 milljón króna skemmdum.

Skemmdir á velli West Lothian golfklúbbsins í Skotlandi.

Skemmdir á velli West Lothian golfklúbbsins í Skotlandi.

Andlag skemmdarverka ökumannsins voru tvær flatir á West Lothian golfklúbbnum og var á einum tímapunkti aðeins nokkrum fetum frá öruggum dauða þar sem við enda annarar flatarinnar var 30 metra hyldýpi.

Skemmdarvargurinn keyrði um golfvöllinn 18. nóvember og kom aftur kvöldið eftir til þess að skemma par-71 golfvöllinn sem hannaður var af tvöföldum sigurvegara Opna breska, Willie Park yngri (Sjá kynningu Golf 1 á Willie Park yngra með því að SMELLA HÉR (fyrri hluti): )  og SMELLA HÉR: (síðari hluti)

Yfirgolfkennari staðarins gaf því undir fótinn að „ósáttur klúbbmeðlimur“ gæti hafa valdið skemmdunum.

„Viðkomandi verður að hafa þekkt golfvöllinn til þess að geta hafa gert það sem hann gerði. Enginn skilur hvað gerðist vegna þess að þetta er unnið af illvilja og ásetningi tvö kvöld í röð.“

„Það er engin réttlæting á slíkum athöfnum sem eru klár skemmdarverk og hafa skilið eftir ör á golfvellinum og gætu endanlegar viðgerðir farið upp í 40.000 pund (þ.e.  u.þ.b. 8 milljónir íslenskra króna).“

„Við urðum að setja nýtt gras á flatirnar sem hefir kostnað í för með sér en vegna árstímans þá er engin leið að gera sér grein fyrir endanlegum skemmdum fyrr en í maí.“

Alan Gibson, framkvæmdastjóri West Lothian golfklúbbsins bætti við : „Þetta eru hart innunnir peningar félagsmanna, sem fara í að viðhalda flötunum og að einhver bara komi og valdi svona miklu tjóni á nokkrum mínútum er sárt fyrir félagsmennina, en einnig fyrir vallarstarfsmenn.“

„Við höfum aldrei áður orðið fyrir nokkru öðru ins slæmu hér áður – stolnum bílum hefir verið keyrt yfir völlinn og þeir hafa verið klessukeyrðir þar. En þetta er einhver sem þekkir völlinn. Manni verður alveg óglatt.“ 

Mikið hefir verið um skemmdarverk á golfvöllum í Skotlandi nú í ár. Á einn golfvöll var skrifað með málningu „Go  to Hell“ (Farið til helvítis) á eina flötina; á öðrum velli voru grafnar holur í eina flötina  og á golfvelli í Moss Valle notuðu skemmdarvargar mótorhjól til að rista upp golfvöllinn.