Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 11:00

GOS: Ásta kosin formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss var haldinn í gærkvöldi þann 27.nóvember.

Bárður Guðmundarson formaður GOS var búin að tilkynna það fyrir fundinn að hann hugðist ekki gefa kost á sér í áframhaldandi setu í stjórn GOS. Bárður var búin að vera í stjórn GOS í 17.ár.

En lengst af sem formaður, Bárður fékk blóm og nokkrar skemmtilegar ræður á fundinum í gær og getur Golfklúbbur Selfoss þakkað Bárði fyrir frábær störf fyrir klúbbinn síðustu árin.

Ný stjórn var því kosinn í gær. Ásta M. Sigurðardóttir var kosinn formaður GOS, en Ásta er fyrsti kvennkyns formaður GOS, Ásta var kosinn til eins árs.

Ný stjórn GOS 2014

Ný stjórn GOS 2014. Sitjandi frá vinstri: Ásta formaður og Helena, ritari. Mynd: gos.is

Helena Guðmundsdóttir var kosinn ritari, en það er gaman að segja frá því að hún er að koma úr nýliðastarfi GOS sem hefur verið gríðalega öflugt síðustu árin, Helena var kosinn til tveggja ára.

Jens Uwe Friðriksson var kosinn gjaldkeri, en hann hefur verið gjaldkeri GOS síðstu tvo árin, Uwe var kosinn til tveggja ára.

Axel Óli Ægisson var sá eini sem ekki var kosinn í gær þar sem hann var kosinn til tveggja ári í fyrra.

Halldór Morthens var kosinn sem meðstjórnandi til tveggja ára í gær.

Gjaldkeri GOS fór yfir ársreikning GOS á fundinum, en hagnaður ársins var 6.238.494,- fyrir afskriftir og vaxtagjöld, en hagnaður eftir þá liðið var 1.773.675,-

Verður það að teljast frábærar niðurstöður eftir erfitt rigningar ár.

Mikil fjölgun var í golfklúbbnum þetta árið, en félagafjöldi GOS er komin í 471 kylfing, en þar af eru 98 aukameðlimir í GOS. Aldrei áður hefur verið svona mikill fjöldi í GOS.

Félagafjöld GOS 2012 var 298.

Hér er hægt að lesa Árskýrslu GOS 2013: Ársskýrsla GOS 2013

Heimild: gos.is