Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:00

LPGA: Jutanugarn hlýtur nýliðaverðlaunin

Moriya Jutanugarn er fyrsti kylfingurinn frá Thaílandi til þess að hljóta Louise Suggs nýliðaverðlaunin á LPGA mótaröðinni.

Moriya varð glöð þegar niðurstaðan lá ljós fyrir og sagði m.a. við blaðamenn: „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig. Mér finnst eins og ég hafi gert þetta fyrir land mitt, fjölskyldu og áhangendur, fyrir Thaíland. Ég er ansi viss um að allir verði virkilega ánægðir.“

Jutanugarn náði forystunni um Louise Suggs nýliðaverðlaunin snemma árs en síðan gerði þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson harða hríð að henni um mitt árið.

Fyrir lokamót ársins á LPGA mótaröðinni CME Group Titleholders var Masson með 11 stiga forystu  á Jutanugarn, en lauk keppni T-61 í mótinu meðan Jutanugran átti ágætis hringi upp á  70-72-74-72 og varð í 33. sæti og 1 stigi framar Masson og krækti sér þannig í nýliðaverðlaunin.

Moriya sagðist ekkert hafa verið stressuð í Titleholders mótinu, en eftir á þegar henni var ljóst hversu litlu munaði þá sagðist stressið hafa dunið á henni.

Moriya varð efst í Q-school LPGA, þ.e. 1. sæti árið 2012.  (Sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: