Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: Madsen efstur á Alfred Dunhill eftir 1. dag

Daninn Morten Örum Madsen leiðir eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins, sem hófst í dag á Leopard Creek golfvellinum í Suður-Afríku.

Madsen lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Hann hefir þó aðeins 1 höggs forystu á Portugalann Ricardo Santos og heimamanninn Allan Versfeld, sem báðir léku á 6 undir pari, hvor.

Fjórir deila 4. sætinu á 4 undir pari, þ.á.m. Mastersmeistarinn Charl Schwartzel.

John Daly lék á sléttu pari og er deilir 48. sætinu, af 152 keppendum og góður sjéns á að hann komist í gegnum niðurskurð og færi sig síðan jafnvel ofar upp skortöfluna.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR: