Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 07:00

Adam Scott enn efstur á Australian Open – Rory í 2. sæti

Nr. 2 á heimslistanum, heimamaðurinn Adam Scott heldur forystu á Australian Open mótinu sem fram fer í Sydney golfklúbbnum í Ástralíu.

Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (62 70).

En Rory McIlroy er að draga á Scott og minnka bilið milli þeirra – Hann er búinn að vinna sig upp skortöfluna í 2. sætið, en hann hefir leikið á samtals 10 undir pari og er aðeins 2 höggum á eftir Scott.

Heimamaðurinn Richard Green er í 3. sæti á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: