Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:30

GOS: Andri Páll kylfingur ársins – Alexandra Eir fékk háttvísisbikar – Máni Páll efnilegastur

Á aðalfundi GOS sem haldinn var í 27.nóvember, þ.e. í fyrradag,  voru afhentar viðurkenningar fyrir þau sem þóttu skara fram úr í sumar.

Andri Páll Ásgeirsson var valinn kylfingur ársins.

Andri náði að springa út í sumar, þrátt fyrir slæmt veður. Andri lækkaði úr 11,1 í 5,9 í forgjöf í sumar. ! Andri er mjög duglegur að æfa og er að vinna mikið í sínum leik, tæknilega, líkamlega og andlega! Golfkarl ársins!!!

Alexandra Eir Grétarsdóttir fékk Háttvísisbikar GSÍ.

Alexandra Eir, klúbbmeistari GOS 2012 og 2013 fékk háttvísisbikar GSÍ. Mynd: GOS

Alexandra Eir, klúbbmeistari GOS 2012 og 2013 fékk háttvísisbikar GSÍ. Mynd: GOS

Alexandra sýnir mikinn íþróttaanda, gefst aldrei upp, sýnir miklar framfarir, er með góða ástundun, er sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og er með framkomu sinni fyrirmynd fyrir aðra.  Golfkona ársins!!!

Máni Páll Eiríksson var valinn efnilegasti unglingurinn.

Máni Páll er gríðarlega einbeittur kylfingur og ætlar langt í golfi. Máni hefir mikið keppnisskap og mun hann ná eins langt og hann vill í golfinu.

Máni Páll fékk einnig bikar fyrir mestu lækkun forgjafar, Máni lækkaði úr 28,9 í 19,9 í sumar.

Haukur Páll Hallgrímsson, Aron Emil Gunnarsson og Máni Páll Eiríksson fengu viðkenningu fyrir framfarir og ástundun. Þessir efnilegu drengir, sem eru aðeins 12 ára gamli, eru rétt að byrja.