Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 12:00

Daly brá vegna Cobra slöngu

John Daly er nú í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í Alfred Dunhill mótinu á Leopard Creeek golfvellinum.

Honum brá ekkert smá þegar hann mætti cobra slöngu (nefnist Mozambique spitting cobra á ensku) og er baneitruð.

Daly setti eftirfarandi mynd af sér á instragram:

Verið að fjarlægja cobra slönguna

Verið að fjarlægja cobra slönguna

Með myndinni var eftirfarandi texti: „Lions Den to Snake Den not way to get greeted this morn!“

Best að þýða þetta ekkert – en Daly var víst ekkert skemmt að vakna við þessa cobra slöngu í Suður-Afríku – ekki á það bætandi hjá honum – hann er rétt farinn að geta spilað aftur eftir uppskurð á olnboga og ekki gott á láta næst bíta sig (eða í þessu tilviki láta spýta á sig eitri) af eitursnák og verða aftur frá golfi!!!