Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 06:45

Streelman dregur sig úr Australian Open

Niðurbrotinn Kevin Streelman varð að draga sig úr  Australian Open nú fyrr í morgun þegar farið var með hann á spítala vegna augnsýkingar.

Streelman var með tárin í augum þegar hann neyddist til þess að draga sig úr mótinu eftir að hafa einungis spilað 4 holur af 2. hring.

En því miður voru verkirnir í auganu orðnir svo miklir auk þess sem Streelman var farið að svima að hann varð að sætta sig við að draga sig úr mótinu.

Streelman er nr. 43 á heimslistanum og átti að spila með golfstjörnunum Adam Scott og Jason Day, nokkuð sem hann vildi ekki missa af en hann sagðist hafa fundið á sér að eitthvað var ekki eins og það átti að vera,  þegar hann vaknaði nú í morgun í Ástralíu.

Hann var kominn 2 undir eftir 2 holur, byrjaði  á að fá fugla

En leikur hans versnaði eftir að verkurinn í auganu ágerðist, hann fékk skramba á par-3 3. holuna og skolla á par-4, f. holuna áður en hann ákvað að drag sig úr mótinu.

Farið var með hann á St Vincent’s spítalann.

„Þetta lítur ansi illa út í augnablikinu, en við sjáum hvað setur,“ sagði Streelman.

„…. læknirinn sagði að það væri slæm sýking í því (auganu).

„Ég hef reynt að setja dropa í það (augað) en mig var farið að svima og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef gert þetta (þ.e. dregið sjálfan mig úr móti).

„Mér þykir virkilega leitt að gera það.“

Hinn 35 ára Streelman, sem vann Tampa Bay Championship á PGA túrnum í mars s.l., sagðist vonast til að spila aftur í Ástralíu.