Aron Snær Júlíusson, sigurvegari Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ 2012. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2013 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG.  Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og er því 17 ára í dag.

Aron Snær er stigameistari GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann stóð sig mjög vel á Íslandsbankamótaröðinni í ár, vann m.a. 1. mótið í Þorlákshöfn, 4. mótið á Hliðarvelli í Mosfellsbæ og 5. mótið á Jaðrinum í piltaflokki.

Eins tók hann þátt í Duke of York mótinu og Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, en síðargreinda mótið sigraði hann í,  árið 2012.

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Aron Snæ með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Santiago Luna, 29. nóvember 1962; Perry Parker, 29. nóvember 1964 (49 ára);  Guy Hill, 29. nóvember 1970 (43 ára);  Tonya Gill 29. nóvember 1970 (43 ára) og  Danny Chia, 29. nóvember 1972 (41 árs stórafmæli);  Ann-Kathrin Lindner, 29. nóvember 1987 (spilar á LET)

….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is