Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:30

GS: HF Inniaðstaða opnar

Frá og með 5 .desember n.k mun inniæfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja við Hafnargötu 2 opna (HF). Í vetur munu félagar og starfsfólk sjá til þess að aðstaðan sé opin. Aðstaðan er opin öllum áhugasömum kylfingum og um að gera fyrir félaga að bjóða áhugasömum að kíkja. Opnunartímar eru HF verða eftirfarandi; Mán-Fim 17 – 21 Húsið verður opið frá 5.des n.k til 30.mars 2014. Golfhermir verður svo tekin í notkun fljótlega eftir áramótin og verður það auglýst síðar. Púttmótaröð GS mun einnig hefjast fjótlega aftir áramót og verður opin öllum áhugasömum.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:15

Dufner með nýjan kylfusvein

Jason Dufner hefir fleiri áhyggjur en bara að Auburn ruðningsboltaleikurinn sé á sama tíma og rástími hans á Northwestern Mutual World Challenge. Hann verður nefnilega með nýjan kylfusvein. Dufner sagði að kylfusveinn hans til langs tíma Kevin Baile, þjáist af hnakkameiðslum, þannig að hann geti ekki verið á pokanum hjá honum þessa vikuna. Í stað Baile kemur Adam Hayes, sem er kylfusveinn, sem er gamall í hettunni og hefir m.a. unnið fyrir Jonathan Byrd og  Russell Henley. Dufner sagði að þegar Baile væri búinn að ná sér myndi hann áfram vera á pokanum hjá honum.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:00

GKG: Stjórn endurkjörin – Hagnaður af rekstri

Aðalfundur GKG var haldinn í félagsheimili GKG fimmtudaginn 28. nóvember síðastliðinn. GKG velti rúmum 207 milljónum á starfsárinu.  17% samdráttur var í teiggjöldum og 20% samdráttur í boltasölu á æfingasvæði en 30% aukning á fyrirtækjasamningum og golfmótum vógu upp þann samdrátt og gott betur. Rekstrarhagnaður klúbbsins var því 15,2 milljónir. Nálgast má ársreikninginn með því að SMELLA HÉR: Engar breytingar urðu á stjórn formaðurinn var endurkjörinn ásamt þeim þrem stjórnarliðum og varamönnum sem voru í kjöri. Stjórn GKG fyrir starfsárið 2014 skipa því: Guðmundur Oddsson,formaður Áslaug Sigurðardóttir, meðstjórnandi Kristinn Jörundsson, meðstjórnandi Símon Kristjánsson,meðstjórandi Gunnar Jónsson,meðstjórnandi Bergþóra Sigmundsdóttir,meðstjórnandi Gunnar Páll Þórisson,meðstjórnandi Ragnheiður Stephensen,varamaður Einar Gunnar Guðmundsson,varamaður Jón K. Baldursson,varamaður Stjórnin mun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 19:30

Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (4/5)

Þann 22. nóvember s.l. hélt GSÍ málþing þar sem fyrsti formaður R&A frá meginlandinu, franski lögmaðurinn Pierre Bechmann hélt ítarlega, langa og góða ræðu um starfsemi R&A í 260 ár. Golf 1 hefir þegar birt hér fyrstu 3 af 5 hlutum ræðu hans og hér fer fjórði hluti ræðu hans, sem var býsna löng í flutningi eins og segir eða tæpar 50 mínútur og e.t.v. ekki allir sem hafa náð öllu sem Bechmann vildi koma á framfæri og því farin sú leið að birta ræðuna hans í lauslegri íslenskri þýðingu, en hana má líka sjá á vef GSÍ golf.is í vefútsendingu (þ.e. stream upptöku). Hér fer 4. hluti af ræðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ – 3. desember 2013

Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins.  Haukur Örn er fæddur 3. desember 2013 og því 35 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða.  Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (60 ára stórafmæli – innilega til hamingju!!!!); David Diaz, 3. desember 1967 (46 ára);  Ágúst Ársælsson, 3. desember 1974, GK (39 ára);  Victor Jean Hugo, 3. desember 1975 (38 ára); Angelo Que, 3. desember 1978 (35 ára) ….. og ….. Nastia Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 13:30

Wayne Rooney og Rory McIlroy spila saman – Myndskeið

Manchester United stjarnan Wayne Rooney og nr. 6 (Rory McIlroy) komu saman og spiluðu saman á golfvelli. Það var styrktaraðili beggja, Nike, sem stóð fyrir uppákomunni í Cheshire, fyrr á árinu. Meðan að Rory lék með Nike kylfum sínum, sem hann hefir verið að venjast allt árið, lék Rooney með Nike Ordem fótbolta. Brasilíanska fótboltahetjan, Ronaldo, kemur einnig stuttlega við sögu í lok, myndskeiðsins og kemur Rory til bjargar! Til þess að sjá myndskeið af leik Rory og Rooney SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 13:00

Brandarakarlinn Steve Elkington

Champions Tour kylfingurinn Steve Elkington  frá Ástralíu hefir verið tekinn í karphúsið af skosku dagblaði eftir að Elkington tvítaði brandara um þyrlu sem hrapaði á pöbb í Glasgow, Skotlandi s.l. föstudag með þeim afleiðingum að 8 manns dóu. Elkington er nú ekki oft í fréttum núorðið en hann vann engu að síður PGA Championship risamótið 1995. Elkington er í dag einkum þekktur fyrir að vera mjög aktífur á Twitter og fyrir að fara stundum yfir strikið þar.  Maður spyr sig er maðurinn bara að með þessum örvæntingarfulla hætti að reyna að vekja athygli á sér? Þegar fréttir um slysið hörmulega tóku að berast tvítaði Elkington: „Þyrla hrapar á skoska krá…. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Daníel Brooks (9/27)

Nú verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum 2014 þ.e. þá 27 sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2014 í gegnum lokaúrtökumót Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, Spáni, 10.-15. nóvember s.l. Haldið verður áfram að kynna þá 5 stráka sem urðu í 17.-22. sæti og voru allir á samtals 10 undir pari, 418 höggum.  Daníel Brooks  frá Englandi var einn þeirra, (lenti í 19. sæti með hringi upp á 65 71 69 66 76 71). Daníel Brooks fæddist 5. janúar 1987 í Basildon á Englandi en býr í London þar sem hann er félagi í Mill Hill golfklúbbnum. Hann er því að verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 08:00

Golfvellir í Sviss (2/102): Golf Club Villars

Villars golfklúbburinn er í litla bænum Villars-sur-Ollon. Hann er ekki langt frá Genf, aðeins í 123 km fjarlægð og trónir 1300 metra yfir sjávarmáli. Sé bílaleigubíll tekinn ætti með auðveldum hætti að vera hægt að keyra frá Genf til Villars á 1 1/2 klst. (þ.e. einni og hálfri klukkustund), meðfram Genfarvatni, en leiðin er gullfalleg. Nú hefir aldrei verið auðveldara að spila golf í Sviss, en Icelandair flýgur beinustu leið til Genfar og þar má leigja sér bíl og spila golf hvar sem er á einum af 102 golfvöllum Sviss. (Sjá auglýsingu Icelandair um nýja golfáfangastaðinn Genf, efst í hægra horni Golf 1 vefsíðunnar.) Kannski svolítið undarlegt að byrja kynningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2013 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson — 2. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og því 19 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og m.a. klúbbmeistari GB, 5. árið í röð á þessu ári. Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt  í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar á Íþróttahátíð UMSB í kjölfarið; Lesa meira