Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:00

GKG: Stjórn endurkjörin – Hagnaður af rekstri

Aðalfundur GKG var haldinn í félagsheimili GKG fimmtudaginn 28. nóvember síðastliðinn.

GKG velti rúmum 207 milljónum á starfsárinu.  17% samdráttur var í teiggjöldum og 20% samdráttur í boltasölu á æfingasvæði en 30% aukning á fyrirtækjasamningum og golfmótum vógu upp þann samdrátt og gott betur. Rekstrarhagnaður klúbbsins var því 15,2 milljónir. Nálgast má ársreikninginn með því að SMELLA HÉR:

Engar breytingar urðu á stjórn formaðurinn var endurkjörinn ásamt þeim þrem stjórnarliðum og varamönnum sem voru í kjöri. Stjórn GKG fyrir starfsárið 2014 skipa því:

  • Guðmundur Oddsson,formaður
  • Áslaug Sigurðardóttir, meðstjórnandi
  • Kristinn Jörundsson, meðstjórnandi
  • Símon Kristjánsson,meðstjórandi
  • Gunnar Jónsson,meðstjórnandi
  • Bergþóra Sigmundsdóttir,meðstjórnandi
  • Gunnar Páll Þórisson,meðstjórnandi
  • Ragnheiður Stephensen,varamaður
  • Einar Gunnar Guðmundsson,varamaður
  • Jón K. Baldursson,varamaður

Stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir kjör.

Mikil fækkun var í spiluðum hringjum á árinu, árið 2012 voru spilaðir rúmir 29 þúsund hringir á Leirdalnum en síðasta ár voru hringirnir tæpir 25 þúsund sem er 14% samdráttur. Á mýrinni voru spilaðir rúmir 25 þúsund hringir en árinu áður voru þeir rúmir 30 þúsund sem er um 18% samdráttur. Ástæðan fyrir samdrættinum er fyrst og síðast sú að á meðan 2012 var veðurfarslega eitt það besta í manna minnum, þá einkenndist síðasta ár af lægðarhraðlestum.

Formaðurinn fór yfir mál undanfarinna ára sem er bygging klúbbhúss, vonir manna eru að glæðast og eru allar líkur á að hönnunarvinna hefjist fyrir alvöru á árinu og vonir manna standa til að gerður verði samstarfssamningur við sveitafélögin á 20 ára afmæli klúbbsins sem er 24 mars á næsta ári.