Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:15

Dufner með nýjan kylfusvein

Jason Dufner hefir fleiri áhyggjur en bara að Auburn ruðningsboltaleikurinn sé á sama tíma og rástími hans á Northwestern Mutual World Challenge.

Hann verður nefnilega með nýjan kylfusvein.

Dufner sagði að kylfusveinn hans til langs tíma Kevin Baile, þjáist af hnakkameiðslum, þannig að hann geti ekki verið á pokanum hjá honum þessa vikuna.

Í stað Baile kemur Adam Hayes, sem er kylfusveinn, sem er gamall í hettunni og hefir m.a. unnið fyrir Jonathan Byrd og  Russell Henley.

Dufner sagði að þegar Baile væri búinn að ná sér myndi hann áfram vera á pokanum hjá honum.