Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 13:00

Brandarakarlinn Steve Elkington

Champions Tour kylfingurinn Steve Elkington  frá Ástralíu hefir verið tekinn í karphúsið af skosku dagblaði eftir að Elkington tvítaði brandara um þyrlu sem hrapaði á pöbb í Glasgow, Skotlandi s.l. föstudag með þeim afleiðingum að 8 manns dóu.

Elkington er nú ekki oft í fréttum núorðið en hann vann engu að síður PGA Championship risamótið 1995.

Steve Elkington

Steve Elkington

Elkington er í dag einkum þekktur fyrir að vera mjög aktífur á Twitter og fyrir að fara stundum yfir strikið þar.  Maður spyr sig er maðurinn bara að með þessum örvæntingarfulla hætti að reyna að vekja athygli á sér?

Þegar fréttir um slysið hörmulega tóku að berast tvítaði Elkington: „Þyrla hrapar á skoska krá…. skv. staðarheimildum helltist enginn bjór niður.“

Síðar reyndi Ekington að biðjast afsökunar fyrir tvít sitt, og sagði að hann hefði ekki vitað hverssu alvarlegt slysið hefði  né hefði hann frétt að nokkur hefði látist.

Tom English, blaðamaður á the Scotsman’s tók afsökun Elkington ekki til greina:

En aumkunarvert. Þyrla hrapar á krá á föstudagskvöldi og Elkington segir að hann hafi frétt að enginn hefði slasast. Virkilega? Hvers konar þyrla hélt Elkington eiginlega að þetta hefði verið? Ein sem búin hafi verið til af Corgi (leikfangaframleiðanda)? Hvers konar krá hélt hann eiginlega að þyrlan hefði hrapað á? Ein sem er ekki með neina viðskiptavini né starfsfólk á föstudagskvöldi fyrir jól? Þvílíkt ruslaþvaður. Og hvers konar manneskja hefir þá fyrstu tilhneigingu að tvíta brandara um slíkan viðburð?

Framhaldið hjá honum var næstum eins ámælisvert eins og upphaflega tvít hans, í því að þar var enga afsökun að finna, né viðurkenningu á því að brandarinn hafi verið fábjánalegur. Jafnvel í gærmorgun, þegar jafnvel einhver jafn vitlaus og Elk hlýtur að hafa vitað hversu alvarlegur atburðinn var í Glasgow, þá kom ekkert frá honum. Þetta er svo sannarlega stórfurðulegt. Þetta er ritað á sunnudagsmorgni og allt fram til dagsins í dag hefir hann ekki tvítað um að hann sjái eftir því sem hann gerði. Elkington hefir því sementað sig á stað með félagsmiðlafávitum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Elkington hefir komist í vand ræði á Twitter. Þegar Elkington tók þátt í Opna breska öldunga í júlí á Royal Birkdale notaði hann rasista ummæli um Pakistana, en baðst síðar afsökunar, þar sem hann sagði að þar sem hann væri ástralskur hefði hann verið algerlega ómeðvitaður um að þetta orðalag væri móðgandi. Í the Scotsman, sagði blaðamaðurinn English að afsökunarbeiðni Elkington hefði verið alveg jafnófullnægjandi og „afsökun“ hans á brandara sínum um þyrluslysið.

Elk virðist sýnast sem svo að „það að vera ástralskur“ sé afsökun fyrir hugsunarlausa athugasemd. Ástralska þjóðin mun líklega staðfesta að Elkington er þarna eins síns liðs þegar hann gerir grín að þyrluslysi og neitar  síðan að biðjast afsökunar þegar hryllingur þess sem hann var að hæðast að, varð augljós. Golf er undirorpið svo mörgum reglum. Reglum og langa púttera og óleikhæfar stöður, reglur um að „grounda“ kylfuna og leikhraða, reglur um að færa til bolta á flötum og línur inn í hindranir. Hvað um reglur varðandi náunga sem finnst fyndið að hæðast að slysi og hefir ekki þau manneskjulegu almennilegheit að biðjast afsökunar eftir á? Hvert er vítið fyrir slíkt brot?

Þess mætti í lokin bæta við að Elkington átti líka í „tvítsamskiptum“ við Ian Poulter fyrr í sumar, sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Þar var Ian Poulter eitthvað að fjargviðrast út í áhorfendur sem væru með læti á golfvöllum. Poulter tvítaði m.a.: „Það ætti að vera heimilt að taka 10000 volta stuðbyssu út á völl og stuða hvern þann „prúðuleikara“ (ens. muppet)  sem hrópar eitthvað arfavitlaust.“

The Elk svaraði: „Þeir eru kallaðir stuðningsaðilar ekki „prúðuleikarar.“

Poulter var ekki í neinu stuði að standa í einhverju tvítsambandi við Elkington og svaraði dónalega: „Skríddu aftur undir þann stein sem þú skreiðst undan til allra hinna félaga þinna.“   …. og hélt síðan áfram…..

„Hata einhverjir í atvinnumannagolfinu Elkington eða eru það bara 99% leikmanna á túrnum?