Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (3/5)
Þann 22. nóvember s.l. hélt GSÍ málþing þar sem fyrsti formaður R&A frá meginlandinu, franski lögmaðurinn Pierre Bechmann hélt ítarlega, langa og góða ræðu um starfsemi R&A í 260 ár. Golf 1 hefir þegar birt hér fyrstu 2 af 5 hlutum ræðu hans og hér fer þriðji hluti ræðu hans, sem var býsna löng í flutningi eins og segir eða tæpar 50 mínútur og e.t.v. ekki allir sem hafa náð öllu sem Bechmann vildi koma á framfæri og því farin sú leið að birta ræðuna hans í lauslegri íslenskri þýðingu en hana má líka sjá á vef GSÍ golf.is Hér fer 3. hluti af ræðu Bechmann: Bechmann setur á nýja Lesa meira
Jaidee og Jiménez fyrirliðar í EvrAsíuliðakeppni
Það eru Thongchai Jaidee frá Thaílandi og Miguel Angel Jiménez sem eru fyrirliðar í EvrAsíu Cup sem fram fer á næsta ári. EvrAsíu Cup er keppni milli liða úrvalskylfinga frá Asíu og Evrópu þar sem byggt er á Ryder Cup fyrirkomulaginu. Mótið fer fram í Glenmarie Golf and Country Club í Kuala Lumpur, Malasíu, dagana 27.- 29. mars 2014. Thongchai hefir þrívegis verið efstur á peningalista Asíutúrsins og hefir sigrað á 16 atvinnumótum, þ.á.m. hefir hann sigrað 5 sinnum á Evrópumótaröðinni og tvisvar á Malaysian Open. Hann er fyrrum hermaður í tælenska hernum. Hann sagði m.a. um útnefningu sína sem fyrirliði: „Þetta er mér heiður og ég er ánægður að vera fyrirliði Team Lesa meira
Hvað er í pokanum hjá Charl Schwartzel?
Masters sigurvegarinn 2011 Charl Schwartzel, sigraði nú um helgina á Alfred Dunhill Championship, sem fram fór í heimalandi hans, Suður-Afríku nánar tiltekið á Leopard Creek golfvellinum í Malelane við Kruger þjóðgarðinn. Líkt og alltaf leikur forvitni á að vita hvað sigurvegarar móta eru með í pokanum. Eitt er a.m.k. víst að þeir hjá Nike eru ánægðir eftir þessa helgi því tveir sigurvegarar stærstu móta heims unnu með Nike kylfum og var Schwartzel annar þeirra. Hér er myndskeið um það sem er í poka Schwartzel 2013 SMELLIÐ HÉR: Það má líka skoða hverja kylfu hjá Schwartzel myndrænt með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Stenson 3 sinnum kylfingur mánaðarins á sama árinu
Henrik Stenson heldur áfram að slá og nú jafna met, en hann hefir jafnað met um að vera valinn kylfingur mánaðarins þrívegis á sama árinu, en hann var valinn kylfingur nóvember mánaðar á Evróputúrnum eftir sigur sinn á DP World Tour Championship. Fyrir vikið vann Stenson áritaðan disk og risaflösku af Moët & Chandon kampavíni, en hann er eins og segir aðeins 2. kylfingurinn í 29 ára sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að vera valinn kylfingur mánaðarins 3 sinnum á sama ári. Hinum kylfingnum sem þetta tókst fyrstum allra er Ian Woosnam árið 1987 eftir að hann hafði unnið 5 mót á árinu og þar að auki unnið heimsbikarinn ásamt David Llewellyn, fyrir Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Thidapa Suwannapura?
Thaílenski kylfingurinn Thidapa Suwannapura sigraði nú um helgina í Women´s Hero Indian Open mótinu, sem fram fór á Delhi golfvellinum á Indlandi og var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Þetta er 1. sigur Suwannapuru í mótinu og eins á Evrópumótaröðinni. Hins vegar var þetta 4. sigur thaílensks kylfings í þessu móti á Indlandi, því Pornanong Phatlum vann mótið 2008, 2009 og 2012. „Ég er mjög ánægð, ég hélt aldrei að ég myndi vinna þetta mót. Þetta er stærsta mótið sem ég hef unnið og það er hluti draums míns,“ sagði Suwannapura ánægð eftir sigurinn á Hero Women´s Indian Open mótinu, en stærsti sigur hennar fram að því var sigur á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ——— 1. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 74 ára í dag. Lee Trevino Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira
Schwartzel sigraði á Alfred Dunhill
Það var heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn 2011 Charl Schwartzel, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill mótinu í Leopard Creek í Suður-Afríku. Schwartzel lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 68 67 68) og hlaut að launum € 237.750 (uþb. 45 miljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Englendingurinn Richard Finch 4 höggum á eftir Schwarzel, á samtals 13 undir pari, 275 höggum. Í 3. sæti urðu þrír kylfingar: púttlínubrotsmaðurinn frá því í Kína, Simon Dyson frá Englandi, Englendingurinn Ross Fisher og Frakkinn Romain Wattel allir á samtals 10 undir pari, 7 höggum á eftir Schwartzel. Danski nýliðinn á Evrópumótaröðinni Morten Örum Madsen, sem búinn er að standa Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Thomas Pieters (8/27)
Nú verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum 2014 þ.e. þá 27 sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2014 í gegnum lokaúrtökumót Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, Spáni. Haldið verður áfram að kynna þá 5 stráka sem urðu í 17.-22. sæti og voru allir á samtals 10 undir pari, 418 höggum. Thomas Pieters frá Belgíu var einn þeirra, (lenti í 20. sæti með hringi upp á 64 73 72 68 68 73). Thomas Pieters fæddist í Geel, Belgíu 27. janúar 1992 og er því 21 árs. Hann býr í Niijen í Belgíu og er þar í golfklúbb sem heitir BeGold/Top Golf Lesa meira
Nýtt!!! Golfvellir í Sviss (1/102): Golf Club de Genève
Eins og lesendur Golf 1 hafa tekið eftir er Icelandair komið með nýjan áfangastað: Genf í Svíss. Sjá auglýsingu efst í hægra horni Golf 1 síðunnar. Nú er nokkuð víst að golf er ekki það sem fyrst kemur til hugar þegar minnst er á Sviss. Það er fremur að fólk hugsi um Rauða Krossinn, Alþjóðastofnanir, Banka, Skíði, Fjallakofa, Gönguferðir, Fjallaklifur, Heiðu, Spätzle, Súkkulaði, Osta, Fondue, Úr og klukkur o.m.fl. áður en kemur að golfi. Svissneskir golfvellir og svissneskir kylfingar eru ekkert sérlega þekktir hér á landi. Þó Sviss sé lítið land eru þó þegar um 100 golfvellir þar, sem hægt er að velja um og í undirbúningi að byggja fleiri, Lesa meira
Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (2/5)
Hér verður fram haldið reifun á löngum og ítarlegum fyrirlestri Pierre Bechmann, fyrsta formanns R&A frá meginlandi Evrópu: Bechmann greindi frá því að árið 2004 hefði orðið aðskilnaður milli R&A golfklúbbsins og þess þáttar hans sem sá um ytri málefnin (nefnist The R&A). Bechmann sagði aðskilnaðinn hafa 2 kosti. Í fyrsta lagi að hlífa klúbbmeðlimum við ábyrgð. Ef t.a.m. ákvörðun um stöðlun golfútbúnaðar er mótmælt af framleiðenda golfkylfa eins og þegar PING fór í mál við R&A 1989 þá er engin hætta á því að klúbbmeðlimir verði að selja húsin sín til að eiga fyrir skaðabótum; og í annan stað gerir það okkur kleift að leyfa aðkomu fleiri að ákvarðanatöku, Lesa meira









