Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 13:00

GR: Aðalfundur 5. des kl. 20:00

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 05. desember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir.  Hún er fædd 4. desember 1989 og er því 24 ára í dag.  Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum  (71 75 72 75) í lok júlí 2012.  Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR:  Valdís Þóra slær upphafshögg sitt á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf 1 Valdís Þóra er klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í ár og mörg undanfarandi ár. Valdís Þóra er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hún spilaði golf með golfliði Texas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 11:30

Guan með í Hong Kong Open

Kínverska unglingsgolfstjarnan Guan Tianlang frá Guangzhou ætlar sér að komast í gegnum niðurskurð á Hong Kong Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og hefst á morgun. Guan skaust á stjörnuhimininn þegar hann skrifaði sig í golfsögubækur með því að vera yngsti þátttakandi í Masters risamótinu og jafnframt sá yngsti sem náð hefir niðurskurði eða 14 ára, 5 mánaða og 18 daga. Hann lék í kjölfarið á mótum PGA þ.e. Zurich Classic í New Orleans og náði niðurskurði þar líka – 14 ára strákurinn!!! Nú er Guan orðinn 15 ára. „Ég ætla að njóta vikunnar og reyna að ná lágu skori,“ sagði Guan við blaðamenn í aðdraganda mótsins. „Ég finn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 11:15

Kaymer með pláss fyrir nýjan „fálka“ í verðlaunabikarsskápnum

Martin Kaymer, þrefaldur sigurvegari á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hefst í næsta mánuði hefir staðfest þáttöku sína í mótinu, sem fram fer í næsta mánuði. Hann hefir að sögn pláss fyrir nýjan „fálka“ (verðlaunagrip mótsins) í verðlaunabikarsskáp sínum. „Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill aðdáandi National golfvallar Abu Dhabi golfklúbbsins, sem er næstum eins og annað heimili fyrir mig,“ sagði hinn 28 ára Kaymer, sem unnið hefir í mótinu oftast allra eða 3 sinnum í 8 ára sögu mótsins; þ.e. 2008, 2010 og 2011. „Ég hef upplifað einhverja bestu og eftirminnilegustu sigra mína á ferli mínum þar. Mér finnst andrúmsloftið þar sérlega afslappandi og þetta kemur bara náttúrlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 11:01

GK: Aðalfundur mánud. 9. des n.k.

Aðalfundur Keilis verður haldinn á mánudaginn 9. desember n.k. í golfskála Keilis. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan. 19:30 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis Stjórnarkosning Kosning endurskoðanda Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2014 Önnur mál Heimild: keilir.is

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 10:30

Golfvellir í Sviss (3/102): La Côte

Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss. Í gær  kynnti Golf 1 til sögunnar Villars golfvöllinn, sem er í aðeins 1 1/2 ökutíma fjarlægð frá Genf.  Í dag verður kynntur annar frábær golfvöllur nálægt Villars.   Þetta er völlur La Côte golfklúbbsins þ.e. í Bougy golfstaðnum (Golf Parc Signal de Bougy).  Athugið að þetta er alvöru golfvöllur fyrir öll golfstig en ekki bara þá sem ná bogey, eins og mér var sagt í gríni 🙂 Þetta er ótrúlegur golfstaður, en Golf Park Signal Bougy er fyrsti opinberi golfstaðurinn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Andreas Hartö (10/27)

Nú verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum 2014 þ.e. þá 27 sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2014 í gegnum lokaúrtökumót Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, Spáni, 10.-15. nóvember s.l. Haldið verður áfram að kynna þá 5 stráka sem urðu í 17.-22. sæti og voru allir á samtals 10 undir pari, 418 höggum.  Andreas Hartö  frá Danmörku  var einn þeirra, (lenti í 18. sæti með hringi upp á 67 70 69 72 69 71) og hlaut í verðlaunafé € 2.440,-  Hartö var reyndar annar af tveimur Dönum sem hlutu kortin sín að þessu sinni (hinn var Lars Bjerregaard sem þegar hefir verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 09:30

Golfhögg ársins – Myndskeið

Einkenni góðra kylfinga er að geta leikið golfhögg í jafnvel verstu legum. Meðfylgjandi er myndskeið af golfhöggi ársins, a.m.k. einum kandídat í slíka tilnefningu, en það er til efs að flottari högg finnist á þessu ári. Umrætt högg var tekið í Farmwoods British Par-3 Championship, sem fram fór í Nailcote Hall í Englandi. Það er fyrrum Ryder Cup leikmaður á árunum 1969-1979, Brian Barnes,  sem lýsir högginu og segir að jafnvel Jack Nicklaus hefði ekki getað gert betur! Sjá má golfhöggið góða með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 08:00

Mestu sambandsslitin í golfinu

Golf Digest hefir tekið saman lista yfir mestu sambandsslit í golfinu. Hér er ekki aðeins litið til sambandsslita í persónulegum samskiptum kylfinganna við hitt kynið heldur einnig við þjálfara eða kylfusveina o.s.frv. Hér má sjá samantekt Golf Digest yfir mestu sambandsslitin í golfinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2013 | 21:45

18 ráð fyrir andlegu hlið golfleiksins

Hvað er betra en að fá golfráð hjá þeim bestu? Golf Digest hefir tekið saman 18 ráð um andlegu hlið golfleiksins hjá einhverjum bestu kylfinga allra tíma og birtir þær í máli og myndum. Sjá má samantekt Golf Digest með því að SMELLA HÉR: