Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 07:00

GR: Jón Pétur endurkjörinn formaður – 4 milljón króna hagnaður 2013

Jón Pétur Jónsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í  golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 5.desember. Jón Pétur er að hefja sitt áttunda ár sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með endurkjöri. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Félagsmönnum var kynnt starfsárið sem var að líða. Hagnaður á rekstri klúbbsins á starfsárinu var tæplega 4 milljónir króna, en til samanburðar var hagnaður síðasta árs rúmar 7,2 milljónir króna. Tekjur námu alls 347 millj. kr samanborið við 334 millj. kr á árinu 2012. Fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir tæplega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 03:00

Tiger leiðir enn í Kaliforníu

Tiger Woods er enn í forystu eftir 3. dag á 30 keppenda mótinu, sem hann er sjálfur gestgjafi á, Northwestern Mutual World Challenge. Tiger er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (71 62 72) og heldur eins og segir efsta sætinu þó 10 högga sveifla sé milli hringja hjá honum en hann lék á sléttu pari í dag, en var á 10 undir pari í gær! Hann reddaði hringnum með 2 fuglum á síðustu 3 holum sínum á ansi hvössum degi í Sherwood CC í Thousand Oaks, Kaliforníu. „Ég er ánægður með að vera í forystu – en ekkert ánægður með hvernig ég púttaði í dag,“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 20:39

LET: Pornanong Phatlum sigraði á Omega Dubai Ladies Masters

Það var thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum, sem sigraði á Omega Dubai Ladies Master, sem lauk í dag. Pornanong spilaði á samtals 15 undir pari, 203 höggum (68 70 69 66). Í 2. sæti varð nr. 3 á heimslistanum, sem búin var að leiða allt móti, Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari, 204 höggum (70 65 70 69).  Hringur Lewis í dag upp á 69 högg dugði ekki gegn 66 höggum Phatlum, sem fékk 7 fugla og 1 skolla. Í 3. sæti varð Carlota Ciganda; í því 4.varð Diana Luna og 3 kylfingar deildu 5. sætinu: Laura Davies, Shanshan Feng og Louise Larsson frá Svíþjóð. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 20:00

Donaldson með 3 högga forystu eftir 3. dag á Nedbank mótinu

Jamie Donaldson er kominn með 3 högga forystu á næstu menn eftir 3. og næstsíðasta dag Nedbank Golf Challenge, sem fram fer í Gary Player CC, í Sun City, Suður-Afríku. Donaldson er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Í 2. sæti eru Ryan Moore og Thomas Björn, sem báðir eru búnir að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum. Í fjórða sæti eru síðan Henrik Stenson, Sergio Garcia og Thongchai Jaidee á 11 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 19:30

Ernie Els minnist Jos Vanstiphout

Ernie Els sagði fyrr í dag að hann myndi leika 3. hring á Nedbank Golf Challenge „þungt um hjartað“ eftir að hann heyrði að fyrrum íþróttasálfræðingur hans, Jos Vanstiphout frá Belgíu hefði látist, 62 ára að aldri. „Þetta er enn annar sorglegur dagur,“ sagði Els. „Jos virkilega skildi mig og það sem hélt mér gangandi, sem var auðvitað einn af þessum sjaldfundnu kostum, sem hann bjó yfir. Við vorum gott teymi í nokkur ár.“ „Hann var sannur vinur og ég sakna hans,“ sagði Els í dag.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 17:10

Valdís Þóra bætti sig um 5 högg á 3. hring!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í úrtökumóti fyrir sæti á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Úrtökumótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Rabat, Marokkó. Í dag var 3. hringurinn leikinn og bætti Valdís Þóra sig um 5 högg frá því í gær og lék besta hring sinn í mótinu til þessa, þ.e. var  á 3 yfir pari, 76 höggum, á hring þar sem hún fékk 3 fugla og 6 skolla. Samtals er Valdís Þóra búin að leika á 16 yfir pari, 235 höggum (78 81 76). Eftir 3 leikna hringi er Valdís Þóra í 18. sæti og langt því frá örugg áfram. Hún verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 13:00

Nedbank Golf Challenge í beinni

Annað móta á Evrópumótaröðinni nú um helgina er Nedbank Golf Challenge og fer fram í Gary Player CC í Sun City, Suður-Afríku. Margir af bestu kylfingum Evrópu spila í mótinu m.a. nr. 1 Henrik Stenson.  Sá sem leiðir mótið í hálfleik er Jamie Donaldson frá Wales. Margir góðir sækja þó að honum og þar fremstir í flokki eru Daninn Thomas Björn, Thaílendingurinn Thongchai Jaidee og Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore. Sjá má beint frá mótinu með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 12:30

Evróputúrinn: Stuart Manley í forystu fyrir lokahring Hong Kong Open

Það er Wales-verjinn Stuart Manley sem er í forystu fyrir lokahring Hong Kong Open. En forysta hans er naum aðeins 1 högg skilur hann að og Indverjann Shiv Kapur og Englendinginn Wade Ormsby. Golf 1 er að kynna nýju strákana sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona, Spáni, 10.-15. nóvember s.l.  Stuart Manley er einn af þeim, en hann tók 10. kortið og var sá eini frá Wales til þess að komast í gegnum Q-school að þessu sinni…… ….. og nú er hann þegar í baráttunni um fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni – það skiptir engu hvort sigurinn er hans á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 12:00

Golfvellir í Sviss (4/102): Montreux í Aigle

Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss. Hér verður enn einn golfvöllurinn kynntur sem ekki er beinlínis í Genf, en einn helsti golfvöllurinn sé ekki ætlunin að leigja sér bíl eða taka lest eða rútu og ferðast í um 1 – 1 1/2 klst. fjarlægð frá Genf í gullfallegu umhverfi og spila golf þar, er sá fyrsti sem kynntur var hér: Golf Club de Genève – sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  Í dag verður flottur völlur kynntur sem er á hinum enda Genfarvatns og það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 11:30

GR: Saga hlýtur háttvísibikarinn

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Saga Traustadóttir hlýtur viðurkenninguna í ár en Saga er margfaldur Íslandsmeistari í golfi í unglingaflokkum og hefur unnið sér inn sæti í unglingalandsliði kvenna með árangri sínum. Saga uppfyllir allar þær væntingar sem gerðar eru til Lesa meira