Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 20:00

Donaldson með 3 högga forystu eftir 3. dag á Nedbank mótinu

Jamie Donaldson er kominn með 3 högga forystu á næstu menn eftir 3. og næstsíðasta dag Nedbank Golf Challenge, sem fram fer í Gary Player CC, í Sun City, Suður-Afríku.

Donaldson er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum (67 66 67).

Í 2. sæti eru Ryan Moore og Thomas Björn, sem báðir eru búnir að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum.

Í fjórða sæti eru síðan Henrik Stenson, Sergio Garcia og Thongchai Jaidee á 11 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: