
Valdís Þóra bætti sig um 5 högg á 3. hring!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í úrtökumóti fyrir sæti á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Úrtökumótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Rabat, Marokkó.
Í dag var 3. hringurinn leikinn og bætti Valdís Þóra sig um 5 högg frá því í gær og lék besta hring sinn í mótinu til þessa, þ.e. var á 3 yfir pari, 76 höggum, á hring þar sem hún fékk 3 fugla og 6 skolla.
Samtals er Valdís Þóra búin að leika á 16 yfir pari, 235 höggum (78 81 76).
Eftir 3 leikna hringi er Valdís Þóra í 18. sæti og langt því frá örugg áfram. Hún verður að eiga góðan hring á morgun, því adrenalínið verið örugglega á fullri keyrslu hjá öllum samkeppendum Valdísar Þóru á morgun og við eigum örugglega eftir að sjá lág skor og þá eru hlutir fljótir að breytast.
Sem stendur er Valdís Þóra þó ein í 18. sæti, en hættulega nálægt niðurskurðarlínunni en aðeins u.þ.b. 20 efstu í mótinu halda áfram á lokaúrtökumótið og þar sem við viljum öll sjá Valdísi Þóru!!!
Efst í mótinu er þýski kylfingurinn Caroline Lampert á samtals sléttu pari, 219 höggum (78 69 72) en þess ber að geta að hún var á sama skori og Valdís Þóra fyrsta hringinn!
Við á Golf 1 sendum Valdísi Þóru bestu óskir um gott gengi á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Lalla Aicha úrtökumótsins fyrir LET í Marokkó SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi