Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 19:30

Ernie Els minnist Jos Vanstiphout

Ernie Els sagði fyrr í dag að hann myndi leika 3. hring á Nedbank Golf Challenge „þungt um hjartað“ eftir að hann heyrði að fyrrum íþróttasálfræðingur hans, Jos Vanstiphout frá Belgíu hefði látist, 62 ára að aldri.

„Þetta er enn annar sorglegur dagur,“ sagði Els. „Jos virkilega skildi mig og það sem hélt mér gangandi, sem var auðvitað einn af þessum sjaldfundnu kostum, sem hann bjó yfir. Við vorum gott teymi í nokkur ár.“

„Hann var sannur vinur og ég sakna hans,“ sagði Els í dag.