Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 20:39

LET: Pornanong Phatlum sigraði á Omega Dubai Ladies Masters

Það var thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum, sem sigraði á Omega Dubai Ladies Master, sem lauk í dag.

Pornanong spilaði á samtals 15 undir pari, 203 höggum (68 70 69 66).

Í 2. sæti varð nr. 3 á heimslistanum, sem búin var að leiða allt móti, Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari, 204 höggum (70 65 70 69).  Hringur Lewis í dag upp á 69 högg dugði ekki gegn 66 höggum Phatlum, sem fékk 7 fugla og 1 skolla.

Í 3. sæti varð Carlota Ciganda; í því 4.varð Diana Luna og 3 kylfingar deildu 5. sætinu: Laura Davies, Shanshan Feng og Louise Larsson frá Svíþjóð.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: