Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 12:00

Golfvellir í Sviss (4/102): Montreux í Aigle

Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss.

Hér verður enn einn golfvöllurinn kynntur sem ekki er beinlínis í Genf, en einn helsti golfvöllurinn sé ekki ætlunin að leigja sér bíl eða taka lest eða rútu og ferðast í um 1 – 1 1/2 klst. fjarlægð frá Genf í gullfallegu umhverfi og spila golf þar, er sá fyrsti sem kynntur var hér: Golf Club de Genève – sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Í dag verður flottur völlur kynntur sem er á hinum enda Genfarvatns og það tekur um 1 klst og 20 mínútur að keyra frá Genfarflugvelli – þetta er golfvöllur  Golf Club de Montreux  í Aigle.

Þetta er 18 holu, par-72 golfvöllur sem er  6,207 metra langur og í 395 metra hæð yfir sjávarmáli.  Gerð er krafa um að kylfingar hafi  36 í forgjöf til að spila völlinn, sem ólíkt mörgum völlum í Sviss er opinn allan ársins hring.   Þetta er virkilegur gæðagolfklúbbur og völlur, sem óhætt er að mæla með og þá sérstaklega veitingastaðnum.

Golfklúbburinn opnaði dyr sínar og vígði völlinn 27. september 1900 og er því 113 ára. Að spila golf í Golf Club de Montreux líkist því að spila á brautum fallegs garðs með gömlum trjám og sýn á Alpana allt í kring.

Völlurinn var tekinn í gegn af bandaríska golfvallararkítektinum Ronald Fream, sem fór vandlega yfir hvern kima vallarins. Honum þykir hafa tekist vel að halda í hefðina sem er á golfvellinum, en jafnframt að gera hann nútímalegri.

Amateur Championships fara árlega fram í Aigle í Golf Club de Montreux.  Meðlimir klúbbsins eru um 500 og gestir eru ávallt velkomnir.

Upplýsingar: 

Heimilsifang: Golf Club Montreux – Rte d´Evian 54- 1860 Aigle

Sími: +41 024 466 46 16

Fax: +41 024 466 60 47

Tölvupóstur: secretariat@gcmontreux.ch

Heimasíða: SMELLA HÉR: