
GR: Jón Pétur endurkjörinn formaður – 4 milljón króna hagnaður 2013
Jón Pétur Jónsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 5.desember. Jón Pétur er að hefja sitt áttunda ár sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með endurkjöri. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Félagsmönnum var kynnt starfsárið sem var að líða. Hagnaður á rekstri klúbbsins á starfsárinu var tæplega 4 milljónir króna, en til samanburðar var hagnaður síðasta árs rúmar 7,2 milljónir króna. Tekjur námu alls 347 millj. kr samanborið við 334 millj. kr á árinu 2012. Fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir tæplega 38 milljón króna hagnaði.
Sumarið 2013 verður lengi í hugum manna sem rigningasumarið mikla. Vorið var kalt og síðan endalausar rigningar sem gerðu mönnum erfitt um vik við allt viðhald og nýframkvæmdir. Spilaðir hringir í Grafarholti voru 27.081 hringur í ár miðað við 36.873 hringi árið 2012 sem er rúmlega 25% samdráttur á spili. Korpuvöllur var opnaður 8. maí og voru leiknir þar 45.448 hringir á móti 37.998 hringjum árið á undan. Það er um 20% aukning sem skýrist af margumræddri stækkun.
Skipting þar á milli var í 18 holu leik 29.358 skráðir hringir í 9 holu leik 16.090 hringir en hafa ber í huga að Landinu var lokað í lok ágúst. Í heildina er 3% samdráttur í leiknum skráðum hringjum á heimavöllum GR á árinu.
Nýframkvæmdir á Korpu
Lokið var endanlega við allar nýframkvæmdir á þeim hluta vallarinns sem heitir Landið og Áin, að hluta, og gengið frá og lokið við allar snyrtingar í kringum flatir og glompur.
Heildarkostnaður við gerð Korpuvallar hins nýja er 247 milljónir króna og greiðir Reykjavíkurborg um 200 milljónir en GR 47 milljónir króna.
Vegna nýframkvæmda á Korpu voru önnur verkefni í algjöru lágmarki á eldri hluta Korpu og í Grafarholti en þó var eitthvað um minni framkvæmdir.
Árgjald af golfbílum
Samþykkt var á aðalfundi nýtt gjald hvað varðar golfbíla á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir komandi sumar. Árgjald af golfbílum verður 25.000 kr. Þeir sem ekki greiða árgjald greiða 10% fyrir hvern leikinn 18 holu hring eða 2.500 kr.
Aðalfundurinn samþykkti gjaldskrá félaga fyrir næsta ár, að tillögu stjórnar
Félagsmenn 21 – 66 ára verður 88.000 kr.
Félagsmenn 67 ára og eldri verður 65.000 kr.
Félagsmenn 18 – 20 ára verður 42.000 kr.
Félagsmenn 11 – 17 ára verður 30.000 kr.
Félagsmenn 10 ára og yngri verður 15.000 kr.
Árgjald af golfbílum 25.000 kr.
Námsmenn í fullu námi, lánshæfu hjá LÍN, get sótt um að greiða sér gjald, 65.000 kr.
Hægt er að skoða skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins með því að smella á skjöl hér að neðan.
Ársreikningur GR 2013
Skýrsla stjórnar
Fleiri myndir frá aðalfundi félagsins má finna með því að smella hér.
Heimild: Golfklúbbur Reykjavíkur
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022