Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 09:00

Helen Alfredsson rekin fyrir óviðeigandi ummæli um skoska þyrluslysið

Enn berast fréttir af því að golfíþróttin tengist skelfilega sorglegu þyrluslysinu, sem átti sér stað um síðustu helgi í Glasgow, Skotlandi, þar sem 9 létust og a.m.k, 32 slösuðust. Slysið tengdist golfíþróttinni fyrst þannig að ástralski kylfingurinn Steve Elkington var með ósmekklega brandara um slysið, sem fór skiljanlega verulega fyrir brjóstið á skoskum fjölmiðlamönnum, sem margir hverjir voru fljótir að svara fyrir sig s.s. Golf 1 greindi frá. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Nú berast enn fréttir um óviðeigandi sagnir kylfinga um slysið, en í þetta sinn voru viðbrögðin snörp. Hin sænska Helen Alfredsson, sem var að lýsa Omega Dubai Ladies Masters mótinu fyrir OSN Sports var rekin í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 08:00

Stærsta golfinnanhúsaðstaða í Moskvu

Stærsta innanhúsgolfaðstaða í Rússlandi opnaði í Krasny Oktyabr menningahúsinu í Moskvu í októberlok s.l. Nýja innanhús golfæfingasvæðið hefir hlotið nafnið City Golf og nær yfir 700 fermetra svæði, en á því eru m.a. 10 golfhermar, 50 fermetra púttsvæði, pro shop og Troon Golf golfkennsla jafnt fyrir börn sem fullorðna. Krasny Oktyabr, er lítil eyja í miðri Moskvu á móti Kreml og þar var áður til húsa súkkulaðiverksmiðja, sem nú hefir orðið að víkja fyrir golfíþróttinni, sem er í mikilli sókn í Moskvu. Opið er í nýju aðstöðunni frá 8 á morgnum til miðnættis. Svona golfinnanhúsaðstöður til æfinga á vetrum eru grundvallaratriði í að árangur náist og þær vantar sárlega hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:45

LET: Stacy Lewis enn efst í Dubai

Það er nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis, sem er í forystu eftir 3. dag Omega Dubai Ladies Masters, sem fram fer á Emirates golfvellinum í Dubaí. Stacy Lewis er búin að leika á samtals 11 undir pari, 205 höggum (70 65 70). Í 2. sæti er thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum, á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 70 69). Þrjár deila síðan 3. sætinu: Vikki Laing, Diana Luna og Carlota Ciganda allar á samtals 6 undir pari, 210 höggum, hver. Til þess að fylgjast með stöðunni á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:30

PGA: Tiger á 62 og efstur í Kaliforníu

Tiger Woods hefir 2 högga f0rystu á forystumann 1. dags, Zach Johnson, eftir frábæran 2. hring á Northwestern Mutual World Challenge móti sínu í Sherwood CC, í Thousand Oaks, Kaliforníu. Tiger er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 133 höggum (71 62) og er 9 högga sveifla hjá honum milli hringja. Með 62 höggum sínum, þar sem Tiger missti hvergi högg en var með 10 fugla, jafnaði hann vallarmetið  á golfvelli Sherwood CC. Skyldi 6. sigur hans á árinu vera í uppsiglingu? Zach Johnson er eins og segir 2 höggum á eftir á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68). Í 3. sæti er síðan Matt Kuchar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Kevin Phelan (11/27)

Kevin Phelan er síðasti strákurinn í 17.-21. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona á Spáni, 10.-15. nóvember 2013, sem kynntur verður hér, því hinir 4 strákarnir sem deildu því sæti hafa allir verið kynntir til sögunnar. Það eru: Andreas Hartö, Daníel Brooks, Thomas Pieters og Lucas Bjerregaard. Lokaskor Phelan var eins og hinna samtals 10 undir pari, 418 högg (73 67 68 71 70 69) og hlaut hann € 2.440,- Phelan var eini Írinn sem náði inn á Evrópumótaröðina að þessu sinni og einn af aðeins 6 sem spilaði sig í gegnum öll 3 stig undanúrtökumótanna, til þess að komast þangað. Kevin Phelan er fæddur 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 21:45

Evróputúrinn: Donaldson efstur eftir 2. dag í Suður-Afríku

Það er Jamie Donaldson, sem tekið hefir forystuna á Nedbank Golf Challenge á 2. degi mótsins. Donaldson fékk 1 höggs víti í morgun þegar verið var að ljúka við 1. hring og það leiddi til þess að Sergio Garcia leiddi eftir 1. dag. En hringur upp á 66 högg sá Donaldson taka forystuna á ný, meðan Sergio Garcia rann niður skortöfluna eftir hring upp á 73 högg. Donaldson er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66); í 2. sæti eftir 2. dag eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore og nr. 1 í Evrópu, Henrik Stenson á samtals 8 undir pari, 136 höggum, hvor, 3 höggum á eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 21:15

NÝTT!!! Golfsvipmynd dagsins

Hér á Golf 1 hefst nú í kvöld nýjung hér á vefnum, sem er afar einföld – ætlunin er að birta af og til mynd af einhverju skemmtilegu tengdu golfi, undir fyrirsögninni: Gofsvipmynd dagsins. Í kvöld birtist hér loftmynd af golfvelli á Indlandi – en ansi skemmtilegar myndir sjást oft úr lofti – sem hinn almenni kylfingur er e.t.v. ekki meðvitaður um þegar hann spilar golfvöllinn sjálfan.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 20:30

Valdís Þóra í 21. sæti eftir 2. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í úrtökumóti fyrir sæti á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Úrtökumótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Rabat, Marokkó. Í dag var 2. hringurinn leikinn og náði Valdís Þóra ekki að sýna sínar bestu hliðar, lék á 9 yfir pari, 81 höggi. Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla, 7 skolla og síðan skrambans skramba á 18. holu – snjókerlingu á par-5 18. holunni í miðri eyðimörkinni í Marokkó!!! Eftir 2 leikna hringi er Valdís Þóra í 21. sæti og verður hreinlega að eiga 2 geysigóða lokahringi til þess að vera örugg áfram. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Anna Garðarsdóttir, Ásgeir Eiríksson og Guðmundur Pétursson – 6. desember 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru 3.  Það eru þau Guðmundur Pétursson, sem fæddur er 6. desember 1972 og á því 41 árs afmæli; Arna Garðarsdóttir, sem fædd er 6. desember 1962 og á því 51 árs stórafmæli og kylfingurinn góðkunni, Ásgeir Eiríksson, sem fagnar 66 ára afmæli í dag, fæddur 6. desember 1947. Öll eiga þau það sameiginlegt að þau áttu stórafmæli fyrir ári síðan! 🙂 Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Pétursson (41 árs) Arna Gardarsdottir (51 árs) Ásgeir Eiríksson (66 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Danielle Elizabeth Downey, f. 6. desember 1980 – d. 30. janúar 2014; Beth Allen, 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 14:00

Lindsey ekki á World Challenge

Lindsey Vonn, kærasta Tiger, er ekkert með honum á Northwestern Mutual World Challenge mótinu sem hófst í gær, en á þessu móti keppa 18 bestu kylfingar heims milli sín. Tiger er  gestgjafi mótsins, en Lindsey er fjarri góðu gamni. Hún hefir verið við skíðaæfingar í heimabæ sínum Vail í Colorado og á heimasíðu sína skrifaði hún að í gær hefði hún aðeins verið að hvíla sig heima. Í dag ætlar skíðadrottningin hins vegar að keppa í Lake Louise, í Banff, Alberta í Kanada í fyrsta sinn á World Cup eftir slys sitt í Schladming, Austurríki.  Hún er því víðsfjarri Kaliforníusólinni þar sem Tiger er. Ja, þau eru heldur betur alþjóðleg Lesa meira